Okey ég var að uppgötva fyrir svona þremur dögum að ég er drulluhrædd við sprautur… Hjúkkan kom til okkar í skólann og sagði að það ætti að sprauta okkur fyrir mænuveiki og barna eitthvað… Og ég er alveg rosalega hrædd um að fá það, þótt ég verði sprautuð. Og svo er ég hrædd við þegar ég verð sprautuð. Eins og í fyrra þegar það var verið að sprauta okkur fyrir heilahimnabólgu, ég er núna hrædd við að fá hana… Einhver góð ráð svo það líði ekki yfir mig? Og hve miklar líkur eru að ég eða aðrir fái þessa veiki?