Úff…ég bara veit ekki hvar skal byrja…ætli maður byrji ekki aðeins á því að lýsa manni…ég er bara venjulegur unglingur…15 ára og 163 cm á hæð…ég hef alltaf verið svolítið þybbin…aldrei verið með neitt extra gott sjálfstraust og aldrei verið sjálfstæð…lenti í þunglyndi og félagsfælni og allar græjur…samt á ég yndislega foreldra (sem að vísu ofvernda mig aðeins) og æðislegar systur (að vísu tala ég aldrei við aðra þeirra þar sem að hún hefur nánast engan áhuga á að tala við mig og er hálfsystir mín)…ég á marga góða vini, sem standa við bak mitt J
Ég hef alltaf nánast hatað sjálfa mig…fundist ég ljót, leiðinleg, feit og óvinsæl…það var ekki fyrr en núna fyrir mánuði að ég sá hversu heppin ég var og hversu vinsæl ég í raun var…vinsæll er ekkert endilega að vera alltaf með öllum vinsælu krökkunum í skólanum…vinsæll er bara að þekkja marga og þeir þurfa ekkert að vera í sama skóla..og ég á hérna helling af vinum og hef alltaf verið að vorkenna sjálfri mér á því að vera svona ömruleg :/
Ok…svo ég hætti þessari lýsingu á mér…eins og ég sagði hér áðan þá lenti ég í þunglyndi og hef alltaf verið frekar þybbin…upp á síðkastið hef ég grennst alveg heilan helling…var sko 55 kíló en er komin niður í 50-52 kíló…léttist á svona viku um þessi 3-5 kíló…sem er alls ekki gott ég veit…ég er hætt að geta verið í öllum gallabuxunum mínum því þær eru orðnar of víðar…poka allar á rassinum og lærin eru of víð og þær hreinlega fara mér ekki lengur…það sést rosalega vel á maganum á mér og rassinum og jafnvel andlitinu að ég hef grennst (aðrir sjá það en ekki ég)…margir eru að spurja mig hvort ég hafi grennst og það er auðséð…mamma er farin að hafa áhyggjur af mér…pabbi spurði mig hvort ég væri með anorexiu, vinkonurnar mínar eru jafnvel farnar að vera áhyggjufullar í stað þess að vera afbrýðissamar af því að ég hef grennst, og seinast af öllu þá hefur hjúkrunarfræðingurinn í skólanum haft áhyggjur og spurt hvort ég borði eitthvað…það bendir nú til þess að það er eitthvað að…en sjálfri finnst mér þetta í fínu lagi…ég tek ekkert eftir því að ég hef grennst og finnst ég ennþá vera svolítið þybbin…ég er ekkert að reyna neitt að grennast…ég borða bara þegar að ég nenni því og í þessu verkfalli er ég ekki að nenna að fara út úr herberginu mínu til þess að ná í einhverja næringu…ég borða yfirleitt bara svona eina samloku yfir daginn og narta svo í kannski eitthvað kex eða kannski ekki neitt…hef verið að drekka diet kók svolítið mikið en er byrjuð aftur í nammi- og gosbindindi…
Þið hugsið sjálfsagt af hverju er hún að skrifa þessa grein…en ég skil ekkert hvað fólk er að hafa áhyggjur af þessu…ég er svo ánægð með að grennast svona þó að ég taki ekkert eftir þessu…ég VEIT að ég er ekki með anorexíu…það bara getur ekki staðist…þegar maður er með anorexíu þá er maður mjög horaður og ég er það ekki…svo hvað er fólk að hafa áhyggjur þó að ég sé að léttast…veit það er vont en samt…er þetta ekki bara eitthvað tímabil? Hafiði aldrei lent í svona? :/
Er þetta eitthvað til þess að hafa áhyggjur af eða…?
Svo líka eitt í viðbót..þegar að ég borða þá verð ég strax aftur svöng :/ það líður í mestalagi 2 tímar þangað til að ég er aftur orðin svöng…yfirleitt samt svona hálfur til einn tími..ég er líka að fá svona svimaköst :/ vantar mig þá bara steinefni eða?