Ég er alveg að gefast upp á sjálfri mér, er farin að halda að ég sé eitthvað alvarlega veik.
Málið er að fyrir 2 vikum fékk ég alveg svakalegt kvef, ég fór til læknist og fékk pensilín, nei nei svo nokkrum dögum seinna tek ég eftir eitthverjum smá útbrotum, bjóst ekkert við að það væri neitt alvarlegt, en svo vakna ég daginn eftir og ég sver það að ég hélt að ég væri komin með ofur-myslinga eða eitthvað, ég var öll í rauðum kláðaútbrotum, ég drýf mig auðvitað til læknis og reynist þá vera með ofnæmi fyrir pensilíninu, ég fæ lyf við því og ofnæmið fer að hverfa.
Svo loksins þegar að ofnæmið er má segja farið þá fæ ég kvefið aftur og verstu vövabólgu sem ég hef fengið. Ég drýf mig aftur til læknis og ég hef aldrei upplifað eins lélega læknaþjónustu, hann rétt svo leit á mig, þú ert með kvef, bless! Ég hef fengið kvef áður, og ég hef aldrei áður grátið af sársauka útaf kvefi!
En allavega, þá ætlaði ég að athuga hvort þið væruð með eitthver sniðug ráð við þessari hræðilegu vöðvabólgu, hægri öxlin er alveg stíf, svo er ég með verki alveg niður allt bakið og upp eftir hnakkanum, alveg ótrúlega vont, og ég er búin að reyna öll þessi venjulegu ráð, bólgueyðandi, slökun, heitt bað, íbúfen gel, fullt af vítamínum… ekkert virkar… ég er komin með svo mikið leið á því að vera veik…ohh eitthver ráð?