Eitthvað hefur verið í umræðunni að stytta skólagöngu íslenskra framhaldsskóla í 3 ár í stað 4. Ég er búin að vera velta fyrir mér kostum og göllum þessarar hugmyndar og get ekki trúað því að aðrir nemendur framhaldsskólanna séu hlynntir þessarri tillögu.
Ég er í MH og þar héldum við málfundaþing um einmitt þetta og þar voru nánast allir algerlega á móti þessu, hinsvegar las ég í fréttablaðinu (minnir mig?) að gerð hafi verið könnun og að niðurstöður hennar hafi verið að meirihluti íslensku þjóðarinnar sé hlynnt þessari breytingu.
Nemendurnir í MH komu sínum skoðunum á þessu máli á framfæri á þessum fundi og fluttu margir hverjir frábær rök gegn þessu. Sem dæmi má nefna styttingu á grunnskóla í stað framhaldsskóla. Mörgum hverjum fannst mjög fáránlegt að vera að stytta skólann um heilt ár því í kjölfar þess yrði frjálst val minnkað og námsefnið þar af leiðandi einhæfara. Margir nemendur eiga erfitt með að klára það sem þeir þurfa til stúdents á 4 árum, hvað þá á 3. Þeir nemendur sem treysta sér í að taka skólann á styttri tíma geta það. Frekar ætti að einblína á að gera það val aðgengilegra fyrir þessa nemendur.
Mér finnst þetta allavega búið að vera allt of lítið í umræðunni og hef ég orðið vör við það að margir menntaskólanemendur hafa aldrei heyrt um þetta!
ég vil endilega heyra ykkar skoðanir á þessu!