Aðfangadagur hjá mér fer svona fram.

Fyrst vakna allir snemma vegna þess að allir hlakka til jólanna svo mikið. Ég skrepp svo í sturtu og klæði mig í fín föt yfir daginn. Svo eftir sturtuna býr mamma til heitt súkkulaði með rjóma og við förum að spila.

Síðan er komið hádegi og möndlugrauturinn á leiðinni. En samt er enginn mandla vegna þess að ég hef ofnæmi. Við setjum bara perubrjóstsykur í staðinn:).
Svo fær einhver möndluna og reynir að fela hana í munni sér er það er erfitt vegna hlátursins sem er að brjótast út. Svo loksins þegar allir eru fullir af graut segir maður frá brjóstsykrinum. Svo verða allir hinir öfundsjúkir og segja að mamma hafi svindlað.
Svo horfum við krakkarnir á jóladagskrána til svona kl 4. Þá skella allir sér í bubblebað, snirta sig og gera sig tilbúna.

Jafnóðum hjálpa allir við matinn. Svo kemur amma til okkar og klukkan slær sex. Við fáum að opna einn pakka fyrir matinn og svo borðum við. Mamma og pabbi reyna að borða hægt og eru lengi að koma sér af stað við að opna pakkana. Svo um svona átta er tími komin til að opna pakkana og erum svona 2 tíma í gleðinni. Svo borðum við sælgæti og skoðum gjafirnar meira. Um miðnætti fara pabbi og mamma í kirkju og við horfum á jólamyndirnar. Svo sofnum við eftir langan dag.

takk fyrir að hlusta
Kv, Snoopyna