Grái bangsinn Fyrir stuttu síðan fékk ég bréf sem var svona:

ég fékk þennann vírus þannig að þið eruð sennilega með hann líka en
>það er ekkert mál að eyða honum út.. eingar áhyggjur hann gerir
>ekkert fyrr en eftir 14 daga.
>
>Subject: Vírusviðvörun
>Date: Fri, 20 Feb 2004 16:30:12 -0000
>
>Virus ættaður frá Svíþjóð komst í tölvuna mína. Þar sem þú ert á
>póstlistanum mínum hefur hann líklega komið til þín líka.
>
>Virusinn heitir jdbgmgr.exe. Hvorki Norton antivirus eða MC Affe
>geta eytt honum.
>
>Hann gerir ekkert í 14 daga, en síðan tekur hann til við að skemma
>kerfið og sendir sjálfkrafa út til allra sem eru á þínum póstlista,
>hvort sem þú hefur sent póst eða ekki. En það er auðvelt að eyða
>honum.
>
>1. Farðu í Start - find
>
>2. ýttu á files and folders og skrifaðu inn nafnið jdbgmgr.exe
>
>3. Leitaðu á C drifi
>
>4. Logo virusins er lítill grár bangsi með nafninu jdbgmgr.exe
>
>ALLS EKKI OPNA!!!!
>
>5. hægrismelltu á músina og eyddu/delete
>
>6. Farðu í ruslakörfuna og eyddu honum líka þar.
>
>7. Ef þú hefur fengið þennan vírus inn á tölvuna þína verðurðu að
>senda öllum á þínum póstlista, því þeir hafa líklega fengið hann
>líka.


Mér fannst þetta eitthvað skrýtið en ákvað að leita af file-inum og sá að hann var til. Svo fór ég á fsecure.com (síða sem sýnir upplýsinga um vírusa) og letaði af þessum vírus. Þá sá ég að þetta er þekkt “Prakkarastrik” sem hefur farið víðsvegar um heimin. Forritið er ekki vírus heldur hluti af standart windos búnaðinum, eða “debugger manager in Microsoft Java runtime engine”
til að skoða nánar farðu á:

http://www.f-secure.com/hoaxes/jdbgmgr.shtml
eða
http://support.microsoft.com/default.aspx?scid=kb;en- us;Q322993

Hins vegar er til ormur sem breiðir sér út með svipuðu bréfi, vírusinn þurkar út upprunalega jdbgmgr file-inn og kemur sjálfum sér fyrir. Samt er hægt að sjá hvort maður er með vírus eða ekki því að iconið er sovna Hamar og skrúfjárn, meira á
http://www.f-secure.com/v-descs/recory.shtml
En sá ormur breiðist´út með bréfi sem er svipað hinu nema að þar stendur að ef iconið er grár bangsi sé það vírus, en ef það er skrúfjárn og hamar er allt í lagi (það er öfugt í alvörunni)
Ég veit að einhverjir myndu sjá í gegnum þetta strax en samt eru margir sem hafa fengið þetta og þurkað file-inn út þannig ég vil fullvissa fólk um að grái bangsin er EKKI vírus
dftpnkezln: For all of you reporting a score more than 100 as you iq lol @ you. How can you possibly score more than 100%?