Hæhæ, málið er að ég á 2 systur (tvíburar - 9 ára) og þær geta verið alveg ótrúlega pirrandi! Ég þarf rosalega oft að passa þær en þær hlýða aldrei neinu sem ég segi. Foreldrar mínir halda að þær séu algjörir englar.. en svo er ekki :S Þær geta verið alveg hryllilegar, segja mér að þegja og kalla mig svo tregt ógeð og fleira.. Sérstaklega þegar vinkonur þeirra eru hjá þeim þá eru þær með svo mikla stæla að það er bara ekki venjulegt! Ég veit ekkert hvað ég get gert.. Hvernig get ég ráðið við þær??

Ps. Ég vissi ekkert hvar annars staðar ég gæti sett þetta, kannski passar þetta ekki alveg inná “Börnin okkar”.<br><br>Kv. Arkano

“I'm my own person - there's no one else in the world out there like me” - Avril Lavigne
-Arkano