Ég get nefnd endalaus dæmi þar sem einhver fer í tölvubúð að kaupa tölvudót, kemst að því að það sé bilað og fer aftur í búðina en búðin neytar að skila tilbaka peningum eða láta manni fá nýjan hlut. Þetta getur ekkert endalaust verið búðunum að kenna er það nokkuð?
Ég veit um marga sem að þykjast vera klárir og halda að þeir geta sett saman tölvu sjálfir, skipt um móðurborð, skjákort eða sett inn nýjan harðadisk og svona, en síðan kunna þeir í raun og veru ekki neitt. Mistökin sem að ég veit að hefur valdið skemmd á tölvuúnað er að fólk er ekki alltaf jarðtengt , eða það hefur ekki slökkt á PowerSuply-ið (spennugjafinn) þegar það er að fixa við tölvuna. Fólk sem er ekki jarðtengt á meðan það er að skipta um t.d. skjákort er alveg ótrúlega heppið ef það sleppur við því að skemma kortið. Ég mundi aldrei svo sem snerta skjákortið mitt nema að vera viss um að ég væri jarðtengdur og búinn að slökkva á powersupply-ið mitt.
Líka skemmir mjög mikið fólk tölvubúnaðinn sinn með því að halda á miðju kortinu og ekki fara varlega, eða ekki fara nógu vel við harðadiskinn sinn þannig að það fái högg eða eitthvað…
Þannig að ég vil benda ykkur á nokkuð; alltaf slökkva á spennugjafanum, vera jarðtengdur, og halda varlega á tölvubúnaðinum á meðan þið eruð að fixa við tölvuna ykkar. Aldrei koma við skjákortið, móðurborðið eða harðadiskinn á miðju þess, það getur eyðilagt hlutinn, og það er YKKUR að kenna. Þannig að þið getið ekki komið aftur í tölvubúðina og sagt: “Heyrðu, ég vil fá nýjan hlut, eða peningana mína tilbaka, vegna þess að þið selduð mér gallaðan hlut”.
(jájá, ég VEIT, það eru fullt af fólki sem veit hvað það er að gera og halda að ég sé að reyna að vera eitthvað big með því að senda inn þessa grein, og líka að í sumum tilfellum er seldur gallaður vélbúnaður, en ég vil aðeins benda fólki sem ekki veit alveg hvað það er að gera (eða heldur að það kunni viti það) hvernig væri best að meðhöndla tölvubúnað.
Takk fyrir… Caztrol