Ég var að fletta í gegnum blaðið um daginn, sem er svo sem ekkert til frásagnar, nema hvað ég rakst á blaðagrein sem fjallaði um foreldra sem höfðu sett inn á barnaland.is heimasíðu, til minningar um dóttur sína sem hafði fæðst andvana. Stjórnendum síðurnar fannst þetta fáránlegt og fyrirskipuðu foreldrunum að loka síðunni, þar sem ekki var við hæfti að hafa mynd af líki á netinu. Foreldrarnir neituðu að loka síðunni og höfðu hana á netinu og eru að ég held enn með hana. Stjórnendur barnaland.is tóku þá upp á því að setja lás á síðuna, eða þá þarf að hafa aðgangsorð til þess að komast inn á hana. Móðir barnsins, bætti þá notenda- og lykilorðinu fyrir aftan nafn barnsins, til þess að þeir sem vildu gætu komist inn á síðuna.
Það sem ég er að velta fyrir mér með þessum skrifum, er það..Hvað er málið með það að banna foreldrum að halda uppi minningu barns síns, með að hafa síðu tileinkaða því á netinu. Stjórnendur barnaland.is vörðu svar sitt, með því að segja að það væri ekki gott fyrir börn og aðra viðkvæma að sjá lík á netinu…en hvað segja þeir þá við öllum myndunum af líkum, sem sjást í sjónvarpi og á fleiri stöðum? Ekkert mál að finna svoleiðis myndir og enginn minnist á að það sé óholt..eða hvað þá, ef barn missir einhvern sem er nákominn sér? Á þá að banna því að sjá þá ákveðnu manneskju..?
Þó að ég eigi ekki barn, þá held ég að það barn, myndi vilja sjá þann látna í eitt skipti enn, áður en kistunni yrði lokað..svona rétt til að kveðja..það er ekki eins og lík, hvort sem það sé af barni eða fullorðnum, sé eitthvað óeðlilegt..svona er bara lífið..
Hvað finnst fólkinu í landinu um þetta?

En að lokum vil ég koma fram samúðaróskum til aðstandenda þessarar litlu stúlku..