Ég var að horfa á Ophru um daginn þar sem að hún fékk einn gest til sín sem að hafði misst son sinn þegar að hann framdi sjálfsmorð 12 ára gamall. Ég veit ekki hvort að þetta sé gamall þáttur en mig langar samt sem áður að segja frá þessu.

Strákurinn var semsagt 12 ára þegar að hann hafði hengt sig. Hann hafði verið lagður í einelti í skólanum, krakkarnir létu hann borða nestið sitt af gólfinu, hann var óhreinn og gerði stundum í buxurnar, eða það sögðu krakkarnir og kennararnir í skólanum. Mamma hans var varakennari í skólanum og hana grunaði aldrei neitt að það væri það alvarlegt en hún vildi láta færa hann um bekk en fékk það ekki strax þannig að hún hafði hann heima allan daginn. Svo einn daginn kemur hún heim og spyr dóttur sína hvar hann er og biður hana að finna hann og þá hafði hann hengt sig inni í skápnum.

Það hafði verið rannsakað málið en þá fannst u.þ.b. 5-7 hnífar undir rúminu hans, hún segir að hann hafði verið hræddur um innbrot, og heimilið var eins og svínastía og það voru sýndar myndir en hún vildi meina að þetta hafi ekki verið á góðum tíma. Hún var að tala um það afhverju hann væri óhreinn, sagði fyrst að hún gæti ekki farið að standa yfir 12 ára krakka og passa að hann fari í bað eins og 3 ára barn.. svo sagði hún þegar að Oprah var að spurja hana útí þetta að fólkið hafi verið að ljúga, að hann hafi ekki verið óhreinn.

Henni finnst þetta vera stríðnistpúkunum að kenna. Mér finnst þetta vera henni að kenna að honum hafi verið strítt vegna þess að hún var ekki að passa uppá að hann væri hreinn og greinilega ekki í miklum samskiptum við hann. Hún kallaði hann ungling þegar að hann er 12 ára en ég hélt að krakkar væru ekki kallaði unglingar fyrr en þeir eru orðnir 13 ára en hann var líka seinþroska. Hún ber ábyrgð á honum þangað til hann er 16-18 held ég, veit ekki alveg hvernig þetta er í Bandaríkjunum. Mér finnst soldið skrýtið að hún sá ekki að hann væri búinn að missa alla von og hjálp, ekki hjálpaði hún honum mikið með þessari vanrækslu. Mér finnst líka soldið skrýtið afhverju hún skilur hann eftir einan heima með systur sinni nær allan daginn.
Hún á yfir sér held ég 10 ára dóm fyrir vanrækslu á barni.

Hvað finnst ykkur?