Ég er alveg í öngum mínum þessa dagana, en hundurinn minn, sem er að smáhundakyni er farinn að bíta ansi harkalega.
Ég er búinn að reyna allt til að venja hann af þessu frá því hann var um 1 árs (er að verða 3ja ára núna)…en alltaf skal hann gera þetta annað slagið. Ég er búinn að fara einkaþjálfun með hann, breyta um aðferðir (hundsun) og það oftar en einu sinni og þá oft virðist hann vera að átta sig á þessu. En svo koma þau tímabil eftir einhvern tíma, þar sem hann bara sýnir tennur, urrar eins og geðsjúklingur og bítur á endanum..og þá meina ég bíta. Hann er farinn að urra mig, hefur bitið mig 2svar amk, og í gær þá beit hann harkalega í tær litlu frænkur minnar að það blæddi mjög mikið.
Það getur enginn orðið hleypt honum út úr búrinu sínu án þess að hann urri eins og geðsjúklingur við þá sem ætla að hleypa honum út. Ég verð að gera það oftast sjálf.
Ég er farinn að vera ansi smeyk þegar hann er nálægt öðru fólki, því að ég hreinlega treysti honum ekki lengur.
Ég er alveg ferlega svekkt og nánast gráti næst yfir hvernig hann er orðin og með tilhugsunina um að ég þurfi hugsanlega að láta svæfa hann áður en hann skaðar einhvern verulega mikið, og nóg finnst mér nú um. Ég hef líka eytt gríðarlegum tíma og peningum í að ala þennan hund upp að það er bara alveg hreint ferlegt að svona skuli vera komið. Hefur marga góða og skemmtilega kosti, er gríðarlega fallegur og ég hef farið með hann á margar sýningar. Hann er þegar orðin ísl. meistari og komin með alþjóðlegt stig.
Er einhver hér sem hefur lent í þessu sama dæmi og getað gert einhver kraftaverk? Svo hef ég líka verið að hugsa um að láta gelda hann, sem þýðir að ég get auðvitað ekki sýnt hann meir né notað hann til undaneldis, en kannski hjálpar það til við að breyta þessari hegðun. (enda er kannski svona hundur með þessi hegðunarvandamál ekki æskilegur til undaneldis) Er einhver sem hefur reynslu af því? Ég vil reyna allt til að forðast að láta svæfa hann, en satt að segja þá er ég á því að gefast upp, því ég er orðin virkilega hrædd um að hann muni á endanum slasa einhvern mjög mikið.