Veistu, ég held að þetta sé dauður vefur. Ég prófaði að panta hjá þeim í haust. Það kom aldrei. Ég reyndi að ná í þá í tölvupósti. Ekkert svar. Þá reyndi ég að hringja. Man ekki hvort það svaraði aldrei eða hvort síminn var hreinlega lokaður. Mér datt það helst í hug að þetta væri einhver sem hefði ætlað að verða geðveikur vefkaupmaður, hefði látið hanna þetta fyrir sig og farið svo á hausinn. Það getur reyndar vel verið að þeir hafi tekið við sér síðan. Hvað veit maður.