1. Þar sem ég er karlmaður sem menntaði mig í hefðbundnu kvennastarfi, hef ég unnið á fleiri kvennavinnustöðum en ég kæri mig að muna eftir. Hvað stendur uppúr? Jú….konur virðast ófærar um að gagnrýna hvor aðra ,,face to face“. Öll gagnrýni fer fram meðan viðkomandi er fjarstaddur og er yfirleitt óvægnari en nokkrum karlmanni dytti í hug (afsakið alhæfinguna). Í stað þess að leika þennan endalausa píslarvottaleik og kenna karlmönnum um allt sem miður fer í kvennréttindabaráttu, ættu konur að standa upp og gera eitthvað í málunum og FYRST OG FREMST standa saman. Hætta þessum endalausa kafbátahernaði gegn kynsystrum sínum.
2. Þær konur sem dreymir um að geta orðið að ,,karlkonu” ættu að leggja þann draum á hilluna. Um daginn voru birtar myndir af hátíð kvennahreyfingar, þar sem allar konurnar voru íklæddar jakkafötum og bindi (hefðbundin karlmannsföt). Hvaða skilaboð eru þessar konur (sem þykjast vera að berjast fyrir jafnrétti) að senda kynsystrum sínum??? ,,Við viljum líkjast karlmönnum, því þeir eru svo sterkir og flottir“??? Ég stóð í þeirri meiningu að jafnréttisbarátta hvað konur varðar, snerist um að þeirra áhrif, skoðanir, menntun og líf væri metið að verðleikum, til jafns á við karla. Ekki að konur kæmust í þá stöðu að verða n.k. ,,ígildi” karlmanna. Í guðanna bænum haldið í kvennleikann og verið stoltar af honum, karlmenn geta verið mjúkir menn án þess að klæðast kjólum.
3. Fátt fer meira í taugarnar á mér en konur sem titla sig feminista, en krefjast þess samt að karlmaðurinn opni hurðir, borgi reikninga, bjóði í glas og bjargi þeim frá öllu illu, bara vegna þess að hann er karlmaður. Ef þið viljið virðingu mína, þá skuluð þig hætta öllum slíkum kröfum og átta ykkur á, að með jákvæðum þáttum ykkur til handa verðið þið að sætta ykkur við nokkra neikvæða þætti. (Færri ókeypis glös og máltíðir á Holtinu).
4. Það að vitna til landa eins og Tyrklands, Íran o.fl. til staðfestingar á að karlmenn séu vondir, gerir mig verulega pirraðan. Að nýta sér neyð kvenna, sem oft og tíðum eru kúgaðar og pyntaðar fyrir minnstu ,,sakir", sjálfum sér og baráttu sinni til framdráttar, er viðurstyggð og dæmir viðkomandi ómerkan.

Kveðja.