Ég held að í mörgum tilfellum þegar börn eru lögð í einelti sé það vegna þess að þau bregðast öðruvísi við og það er “gaman” fyrir hina að stríða þeim. Þetta er náttúrulega alls ekki þeim að kenna en það er skrítið hvernig einelti virðist samt loða við suma krakka, jafnvel þó þeir skipti um skóla. Ég lærði það mjög snemma í skóla að maður ætti ekki að bregðast við stríðni, bara halda kjafti, ekki reiðast, ekki gráta. Þá nennir enginn að stríða manni af því það er ekkert gaman. Þeir sem voru...