Já, Reykjavíkurflugvöllur er búinn að vera í mikilli umræðu síðastliðna daga og kosningarnar sem eiga að vera um hann í Reykjavík EINNI!!!

Í fyrsta lagi að þá er völlurinn ekki eingöngu mál Reykvíkinga. Hann er í mál allra landsmanna þar sem hann þjónar almannaöryggi fyrir alla sem á landinu búa og þar af leiðandi eiga allir landsmenn að geta haft áhrif á það hvort hann fer eða ekki og ef hann fer að þá hvert hann fer. Afhverju? Jú allt sjúkraflug fer um völlin og þar sem stærstu og fullkomnustu sjúkrahús landsins eru aðeins í 5 mínútna akstursfjarlægð frá vellinum að þá gæti það skipt sköpum ef hann yrði færður e-ð lengra í burtu eins og suður fyrir Hafnarfjörð eða Keflavíkur. Það þarf eingöngu sjúkraflugsins vegna að hafa hann á annað hvort sama stað eða stað sem er ekki í órafjarlægð frá sjúkrahúsunum (líst vel á Löngusker með smá lagfæringum).

Svo ef við hugsum um restina af flugumferð sem fer um völlin að þá er það mín skoðun að ef innanlandsflugið yrði fært til Keflavíkur að þá myndi það ekki borga sig að hafa innanlandsflug á Íslandi. Það eru bara þessir flughræddu sem eru hræddir að fá flugvél í hausinn í hvert skipti sem þeir sjá slíka sem vilja það. Þeir vilja helst útrýma öllu sem viðkemur flugi því það er svo hættulegt, nema þegar þeir vilja fara til Spánar fljúgandi…, þá er flugvélin merkasta uppfinning síðari tíma!!!. Við þá vil ég bara segja eitt, það líklegra að það verði keyrt yfir þig þar sem þú stendur í hræðlukasti yfir flugvélinn sem fór næstum því á milli lappanna á þér.
Farþegunum myndi stórfækka og tap myndi aukast til muna. Afhverju? Jú ef við tökum sem dæmi mann sem ætlar frá t.d. Akureyrarsvæðinu í bæinn á einn fund í bænum. Hann þarf að mæta 30 mínútum fyrir brottför frá Akureyri, svo er flugferðin frá Akureyri til Keflavíkur svona 60 mínútur með öllu og svo er það bílferð í bæinn á 30 til 40 mínútum. Þetta er næstum því 2 og hálfur tími. Svo þarf hann að fara aftur til baka og þá er það sama sagan. Samtals gera þetta næstum því 5 tíma bara í ferðalagið og þá miða ég við það að það taki hann 10 mínútur að keyra út á Akureyrarflugvöll. Í dag tekur þessi sama ferð 3 tíma.
Svo er það auka kostnaður líka að koma sér út á Keflavíkurflugvöll.
Það hættir að borga sig fyrir fyrirtæki að senda dýra starfsmenn með flugi. Keflavíkurflugvöllur er einfaldlega of langt í burtu frá miðbæ Reykjavíkur.

En hvað með allar þessar littlu flugvélar sem eru hættulegri en andskotinn að mati þeirra sem ég gat hér að ofan? Jú það þarf sér flugvöll fyrir kennslu- og einkaflug. Það er ekkert laununga mál. Þar kemur Kapelluhraun sterklega til greina eða Tungubakkar uppi í Mosfellsbæ.

En hvar á þá að byggja flugvöllinn? Að mínu mati er hugmynd in sem kom fram í mynd Hrafns Gunnlaugssonar um flugvöll í Skerjafirði á Lönguskerjum sú besta sem ég hef séð hingað til. Með því móti fengjum við góðan flugvöll sem væri ekki fyrir neinum og ég held að allir gætu sætt sig við. Svo væri hann ekki of langt frá allri nauðsynlegri þjónustu.

Endilega rífið þessa grein í ykkur og komið með ykkar sjónarmið. Þetta eru bara mínar pælingar þar sem ég hef kynnt mér málið frá hinum ýmsustu sjónarhornum enda hef ég sjálfur mikilla hagsmuna að gæta í þessu máli ásamt ykkur.