Nú er svo komið að möguleiki sé á kúariðusmiti hér á landi eða réttar sagt Creutzfelt-Jakob sjúkdómi. Það er sagt að hann smitist með nautakjöti en einnig er möguleiki á smiti í gegnum matarlím og súputeninga!!!

En það sem ég ætla að tala um er þessi fóbíu sem fylgir þessu. Í dag kom ég að ömmu minni á kafi niðrí eldhússkáp! Hún var að leita að súputeningunum sínum sem hún ætlaði að henda beint í ruslið. Hún var líka búin að henda hakkinu sem hún keypti í Nóatúni (nautalundirnar gætu kannski hafa verið hakkaðar í hakk þar sem enginn hefði viljað kaupa þær).

Er þetta óþarfa fælni eða hvað finnst ykkur?
Ættum við kannski að vera við öllu viðbúin? þessi sjúkdómur leggst víst helst á ungt fólk

annars fannst mér þetta hrikalega fyndið hehe