Það eru margir að segja að konur séu beittar svo miklu misjafnréttindi, og það er oftast satt, eins og t.d. með laun og störf og annað, en ég var að horfa á þáttin með Helgu Brögu, og þar var verið að tala um karlímyndina, og þá er oft brotið á köllum við skilnað, þá fær konan oftast allt, húsið, forræði yfir börnunum og mest allan peningin, var sagt, og svo búa kallarnir bara í einhverri lítilli íbúð og fær börnin sín þangað aðrahverja helgi. Það er eflaust líka eitthvað brotið á köllum, kannski ekki hvað varðar laun og störf, heldur forræði og annað, og hvað varðar kannski börnin. Það er bara minna sýnilegt hjá körlum kannski.
Takk fyrir.