Þeir eru margir kolruglaðir þessir strætó bílstjórar. Svína fyrir mann eins og ég veit ekki hvað. Græna kortið í eitt ár getur ca. gengið upp í tryggingu af litlum bíl ef maður er í fullum bónus. Svo bætist við bifreiðagjald, skoðun, smurning, kannski einhverjar viðgerðir, dekk ofl. Og náttúrulega bensín. Og líka afskriftarkostnaður af bílnum þar sem hann lækkar alltaf í verði. Þetta er ekkert ódýrt en flestum finnst það vel þess virði þegar hinn valkosturinn er að húka úti í skýli og bíða.