Þróun sú sem hefur orðið á launamálum og aðbúnaði lögreglumanna, setur að manni ugg. Staðreyndin er sú að lögreglumenn vinna vinnu sem er á tíðum hættuleg heilsu þeirra. Ekki er óalgent að ráðist sé á lögreglumenn að störfum og þeir lemstraðir. Tryggingar mál þeirra eru ekki til þess fallin að laða að fjölskyldumenn. Einnig er staðreyndin sú að sé lögreglumaður komin með fjölskyldu á framfæri, hefur hann ekki lengur efni á að vinna í lögreglunni. Oft eru lögreglumenn stafandi sem leigubílstjórar, dyraverðir o.fl. í frítímum til að hafa fyrir útgjöldum. Aðrir hröklast frá til annarra starfa. Þetta hefur leitt til þess að kröfur til einstaklinga sem starfa innan lögreglunnar hefur lækkað og æ yngra og óreynt fólk er að störfum. Það næst hreinlega ekki að manna þær stöður sem þyrfti. Eins og fram hefur komið í fréttum getur lögreglan ekki sinnt útköllum sbr. uppþotið sem var 16. júní sl.
Reykjavíkurborg hefur ekki séð sóma sinn í að leggja fé í þennan málaflokk, betra er að eyða fjármunum skattgreiðanda í að byggja upp fyrirtæki í samkeppni við einkafafyrirtæki.