Ég ætla að byrja á því að segja að þið sem farið
með hundana á svæðið í Öskjuhlíðinni hafið verið
þó nokkuð dugleg að pikka upp skítinn ;)
EN svo varð ég fyrir vonbrigðum í dag þegar ég
var að pikkupp eftir minn,.. bara á leiðinni
frá staðnum þar sem hann skeit og í átt að
ruslatunnunni(ca.40metrar (gróft ágiskað) láu þrír
í röð sem ég náttlega pikkaði upp!! En kommon…
ég á ekki að þurfa að gera það..
þið eigið að gera þetta sjálf, þetta eru ykkar
hundar.

Ok. Næsta mál.

Þið kannist kanski við það að gleyma að
kaupa hundamat eða kaupa ekki nóg, þannig að
eitt kvöldið er bara enginn matur eftir handa
voffa og þá verður maður að skreppa út að kaupa
en það liggur við að það sé orðið vandamál að fá
hundamat eftir kl 21.00 á kvöldin!
Kannast einhver við þetta?

Bensínstöðvar sem selja helstu nauðsynjar og
þar á meðal kattamat.. akuru passa þær ekki
uppá að eiga hundamat líka?
Var inná einni í Mosó í gær sem var með allar
nauðsynjar og þar var stór hilla sem ætluð var
katta og hundamat og var hálf hillan TROÐIN
af kattamat, en ekki ein einasta dós af hundamat!
Eini hundamaturinn sem var til voru RISA-pokar
af þurrmat sem tóku alveg hálfa hilla hver poki.

Svo eru það 10-11 búðirnar (þær minni)…
akuru er ekki til hundamatur þar?
En alltaf nóg af kattamat?
Notabene: Sumir hundar þola ekki eitthvað
efni sem er í kattarmatnum! Minn ælir kattar-
matnum. (Ég veit ekki hvar óþolið liggur)
Svör sem maður fær þegar maður spyr akuru enginn
hundamatur sé til, er; “ja sko.. ég held það hafi
bara ekki verið til hjá heildsalanum.” Eða:
“Við pöntuðum það en það kom ekki.”
(Pedigree er sterkastur á markaðnum í hundafóðri
og það segir mér enginn að þeir nenni ekki að
sinna kúnnunum sínum)

Og ekki misskilja, ég hef ekkert á móti
kisum né kattarmat, ég á sjálf kisu. ;)