Nú öðlaðist 17 júní nýja merkingu hjá mér því að klukkan 10:12 varð ég pabbi, 14 merka strákur og mikið ógeðslega varð ég montinn. Þessi tilfinning er alveg ólýsanleg því að það eru svo margar tilfinningar þarna í einu en á einu augnabliki gat ég sagt við sjálfan mig að ég skildi ekki hvernig ég hef getað lifað án þess í gegnum tíðina og mínir hagsmunir skipti engu lengur. Og ég skil loksins foreldra núna og hvernig þeir geti nánast fórnað sér fyrir börnin það er bara svo ótrúleg ást þarna í gangi og að þetta litla geti fyllt mann svona mikilli lífs fyllingu þrátt fyrir að gera sama sem ekkert nema að sofa og drekka er ótrúlegt og mig langar bara að segja að börn eru “Drug for love”. Svo er líka svo gaman að sjá hvað allir taka svo rosa mikinn þátt í gleðinni og hugar fólksins sameinast yfir litlu kríli og manni er gefið föt og dót, þá fylgir svo ótrúlega mikill hugur með. Þetta er svona eins og hérna er pakki og þú mátt vita það að ég er tilbúin(n) að hjálpa því með öllum mínum hug og hjarta. Mér finnst þessi hugsun vera svo ríkjandi hjá skyldmennum og vinum.

Að lokum vil ég segja að ég er pabbi og ég elska það.

p.s. myndir koma seinna ;)