Mike Tyson - Lennox Lewis: Mín sýn Jæja, þá eru aðeins örfáir dagar í stærsta þungavigtar bardaga síðustu ára, bardaginn sem lýkur heilu skeipi í hnefaleikasögunni. Bardaginn sem sérfræðingarnir sögðu að mundi aldrei fara fram. Bardaginn sem ég hef beðið eftir í 6 ár.

Já, það eru 6 ár síðan þessir kappar áttu að mætast fyrst. Lennox Lewis var áskorandi nr. 1 þegar Tyson tók WBC beltið af Frank Bruno en Tyson ákvað frekar að fara að safna beltum og fór í þávernadi WBA meistarann, Bruce Seldon, en það kostaði hann WBC beltið, sem Lennox Lewis fékk einmitt á silvurfati eftir að hafa “stolið” sigri af Ray Mercer og síðan fengið að berjast um WBC beltið við Oliver McCall sem neitaði að slá til baka.

Síðaná hefur margt og mikið gerst. Eyru hafa flogið og risar hafa fallið. Óvissa var um framtíð bardagans þarsem forráðamenn tveggja stærstu “pay-per-view” risanna í bandaríkjunum áttu í miklum erfiðleikum með að koma sér saman um sýningarréttin á bardaganum en sú deila leystist og bardaginn er nú rétt handan við hornið. Áður en ég skelli mér í greininguna er rétt að minnast aðeins á bardagamennina út frá tæknilegum hliðum.

Lennox Lewis
(39-2-1-0 (30ko))

Lennox Lewis er stór þungavigtari. 196cm á hæð og í kringum 120kg. Hann tæknilegur boxari sem notar hæð sína og famð vel til að stjórna hraða bardaga sinna og boxar hann iðulega fyrir utan miðjuna. Hann hefur yfirburðarstungu, sem er hanns skæðasta vopn ásamt yfirhandar-hægri bombunum sem hann notar til að svæfa flesta andstæðinga sína.
Hann er fyrst og fremst varnarboxari sem óvanur er að þurfa að sækja, þó kemur fyrir að hann skynji að hann geti tekið út andstæðinga sína snemma og lætur þá allt vaða í fyrstu lotunum. Hann gerði þetta t.d. á móti Andrew Golota þarsem það var augljóst
að Golota var ragur, en hann var tvívegis að sigra Riddick Bowe á stigum en þoldi ekki álagið og lét dæma sig úr leik í bæði skiptin. Hann geðri þetta einnig á móti Michael Grant, sem hafði sýnt að hann var ekkert nema ein önnur uppblásna blaðran í þungavigtinni í bardaga sínum gegn Andrew Golota sem barði hann sundur og saman framan af bardaganum (sló hann tvívegis niður í 2. lotu) en gafst síðan upp eins og venjulega.
Utan við þessi örfáu skipti treystir Lewis frekar á gagnhögg og stunguna til að klára dæmið.
Helsti galli Lewisar er kinnin, það hefur margoft sannað sig að Lewis þolir ekki að fá þung högg á sig og þessvegna fer hann sjaldan í einhver slagsmál við mikla rotara eisn og t.d. David Tua. Hann hefur tvívegis verið rotaður með einu höggi. Í fyrrsa skiptið 1994 þegar Oliver McCall slökti á honum í 2. lotu og síðan í apríl á síðasta ári þegar Hasim Rahman tók hann út með hægri bombu í 5. lotu.
Síðan kemur úrdrátturinn:

Kostir: Hæð, faðmur og þyngd, tækni, hringvit, getur verið góður sóknarboxari þegar þannig lyggur á honum, yfirburðar stunga.

Gallar: Spurning um úthald og aldur, á til að ofmetnast, kinnin og hugsanlegir complexar í kringum hana, nýlegt tap sem gæti haft sálfræðileg áhrif.

———————————————

Mike Tyson
(49-2-0-2 (43ko)

Mike Tyson er mun minni boxari en Lennox Lewis eða rétt rúmlega 180cm. Hann hefur þó þurft að boxa upp fyrir sig allan sinn feril þannig að stærðarmunurinn er ekki meginatriðið í þessum bardaga.
Þegar fólk heyrir Mike Tyson nefndan á nafn þá er venjulega það fyrsta sem það hugsar: “geðsjúklingur” en það næsta er venjulega “rothögg” en Tyson er þekktur fyrir ótrúlega höggþyngd sína en Julius Francis, fyrrum andstæðingur Tyson, lýsti henni svona: “Það var eins og að lest væri að keyra framan í andlitið á mér í hvert skipti sem hann sló á hanskana, ég man ekki eftir þeim skiptum sem hann hitti hreint!”
Höggþyngdin er samt ekki eina vopnið sem Tyson hefur í vopnabúrinu, hnefaleikatímarit á borð við “Ring Magazine” hafa margsinnis kosið hann hraðasta þungavigtara sögunnar“ en hand- og fóthraði hanns er alveg hreint ótrúlegur á góðum degi, einnig var hann fyrr á tíðum þektur fyrir mjög góðar höfuðhreifingar sem gerðu stungur andstæðinga hanns að engu, en hann hefur aðeins sýnt skugga af þessum hreifingum í síðustu bardögum. Síðan er það hið hreina drápseðli sem í honum býr sem er einnig sterkt vopn, hann hefur alltaf aðeins eitt markmið og það er að afhausa andstæðinginn með öllum tiltækum ráðum og það gerir hann hættulegan öllum stundum.
Helstu gallar Tysons er einfaldlega uppsafnað rið síðan hann kom útúr fangelsi fyrir 7 árum síðan. Hann hefur barist 36 lotur á þessum 7 árum sem ekki telst mikið og u.þ.b. 13 síðustu 3 ár sem er eiginlega hálf fáránlegt. Hann hefur þó farið batnandi og hefur nokkrum sinnum skinið í gömlu snilldina, t.d. á móti Andrew Golota sem hann tætti í sig svo illa að hann hefur ekki barist síðan, honum tókst t.d. að kjálkabrjóta, hálsbráka og brjósklosa aumingja mannin á þessum 6 mínútum sem þeir eyddu saman.
En það sem hefur aftrað framförum er hreint áhugaleysi Tysons á andstæðingum sýnum, hann mætti t.d. allt of feitur á móti Brian Nielsen og bólufreðinn á móti Golota, fregnir hermdu að Tyson nennti ekki að mæta í æfingasalinn og að Tommy Brooks, þáverandi þjálfari Tyson, gnegi illa að blása baráttuandanum í Tyson. En núna berast fregnir af því að Tyson hafi æft eins og dýr fyrir Lewis og með nýjan mann í horninu, Ronnie Shileds, en hann þjálfaði Vernon Forrest í bardaga sínum gegn Shane Mosley.
Síðan er það náttúrulega ófyrirsjáanlegt eðli Tysons en hann hefur oftar en ekki misst stjórn á sér í bardögum semog annarsstaðar þannig að það er spurning hvaða Tyson mætir á laugardagin.
Jæja, úrdrátturinn.

Kostir: Gríðarleg höggþyngd, ótrúleru hand- og fóthraði á góðum degi, höfuðhreigingar og fléttur á góðum degi, drápseðlið, þarf bara eitt högg´hvenær sem er í hvaða stöðu sem er.

Gallar: Gríðarlegt rið, hæð og faðmur, skapmunir, sæmilegir andstæðingar (andstæðingar Lewisar hafa þó ekki verið neitt stórkostlegir upp á síkastið), á erfitt með að skipta um plan inn í miðjum bardaga.

——————————————–

Jæja, hvernig sé ég bardagan þróast? Persónulega er ég farinn að hallast að skoðun Teddy Atlas, eins fremsta þjálfara heimsinns, fyrrverandi þjálfir Tysons og yfirlýstur Tysonhatari. Hann segir að Tyson gæti tekið Lewis í 1. lotu.
Boxpennar um allan heim eru búnir að hamra á því að Lewis verði að sækja til að vinna og er mögulegt að Lewis byrju með stórskotahríð og ef Lewis kemur inn góðu höggi á hann til að ofmetnast og færa sig of nálægt og þá er glugginn opinn fyrir einn stórann vinstri-krók sem gæti endað þetta snemma.

Það er líka hugsanlegt að Lewis byrji í bakkgírnum, reini að finna stungumiðið snemma og þá verður Tyson að elta og Lewis að hörfa. Einmitt eins og Tyson vill hafa það. Eins og áður hefur komið fram þá virkar einfaldlega ekki að bakka og stinga á Mike Tyson, eina sem nokkurntíman hefur skilað árangri gegn honum er að sterk sókn, að vera í andlitinu á honum allt kvöldið og taka þannig frá honum höggfærið, svona svipað og Evander Holyfield gerði við Hasim Rahman gerði um dagin. En munurinn er sá að svona ”in-your-face“ tækni er sérgrein Holyfields, hún er honum náttúruleg. Lennox Lewis hefur aldrei boxað svona áður og ég er ekkert allt of viss um að honum muni takast það, ef hann reinir.

Síðan er það náttúrulega höggþyngd Tysons gegn kinn Lewisar. Það er staðreind að Mike Tyson neglir alla a.m.k. einusinni í bardaga, janfvel í tapbardögum sínum. Hann sló Buster Douglas niður áður en Douglas rotaði Tyson og þið munið kannski eftir því að Tyson vankaði Holyfield illa strax á fyrstu sekúndum fyrri bardaga þeirra. Þannig að það er talið mjög líklegt að Tyson eigi eftir að negla Lewis einhverntíman, spurningin er bara hvernig Lewis mun taka högginu. Sagan segir okkur að Lewis sé ekkert alltof góður í að láta negla sig. Henry Akinwande vankaði Lewis illa í fyrstu lotu að mig minnir þegar þeir mættust áður en Akinwande ákvað hann vildi frekar faðmlög heldur en slagsmál, og Shannon Briggs vankaði Lewis einnig illa í þeirra viðureign svo ekki sé minnst á þessi tvö töp hanns.

Í mínum augum eru aðeisn tvær leiðir fyrir Lennox Lewis að sigra Mike Tyson:

Nr. 1: Ná að negla Tyson snemma, ef honum tekst að koma honum í vandræði fyrir 3. lotu þá er líklegt að Tyson eigi ekki afturkvæmt inn i bardagan nema náttúrulega með þessi eina höggi, það er ljóst að Lewis vinnur ekki á bakkgírnum því að ef að Lewis felur sig bakvið stunguna án þess að valda verulegum skaða þá vðerur Tyson hættulegur allt kvöldið.

Nr. 2: Að Tyson höndli ekki pressuna og láti dæma sig úr leik. Margir telja þetta verða líklegustu útkomu þessa bardaga en ég efast um að Tyson sleppi sér lausum þetta kvöld þarsem að það er skrifað í samninginn að hann fái ekkert borgað ef hann brjóti þannig á sér að hann verði dæmdur úr leik og Tyson má ekki við að missa af þessum peningum. Það er nefnilega misskilingur að Tyson sé nautheimskur, ég er ekki að segja að hann sé eitthvað gáfnaljós en hann er t.d. alfróður um hnefaleika og er vel að sér í pólitík en hann er bara stjórnlaus og hefur umkringt sig röngu fólki í gegnum tíðina sem elur uppi ofbeldishliðina á honum en hann losaði sig sem betur fer við þetta fólk, þar á meðal Steve ”crocodile" Finch sem er helsta málpípa Tyson, á meðan æfingartímanum stóð.

Ég persónulega spái að bardaginn þróist eins og Tyson-Bruno 2 þarsem Frank Bruno reindi að koma stungunni inn fyrstu tvær loturnar en varkárni hanns varð til þess að Tyson kominn höggum sem enduðu með því að Bruno er nú löglega blindur á vinstra auga.

Spá: Tyson á rothöggi í 3. lotu!

endilega komið með ykkar spár og reinum að hafa þetta á málefnalegu nótunum :)

*birt með fyrirvara um prent- og stafsetningarvillur*