Ég hef í nokkur ár séð um að ráða inn unglinga í sumarafleysingar hjá stórri verslunarkeðju, núna síðast sem verslunarstjóri.
Og langaði því að skjóta inn nokkrum punktum um hverju ég fór eftir þegar ég fór yfir allar umsókninar.
Kannski getur þetta hjálpað einhverjum í atvinnuviðtali, þó trúlega séu flestir að verða búnir að fá vinnu.

Í fyrsta lagi þá er algjört must að þú hittir þann sem sér um að ráða inn fólk, ALDREI skilja bara eftir umsókn því þær lenda neðst í bunkanum. Ég hef aldrei hringt í fólk sem ég hef ekki hitt og ráðið það í vinnu og þegar það eru 100 manns að sækjast eftir tíu stöður þá þarf ég ekki að vera að kalla fólk í viðtal, ég réði bara þá sem ég var búin að hitta og leist vel á.

Alltaf mæta einn/ein þegar þú sækir um vinnu, sumir voru að mæta með foreldrum sínum eða vinum og þeir sem koma með mömmu sína í atvinnuviðtal virka ekki eins og mjög sjálfstæðir einstaklingar og svoleiðis fólk vill maður ekki í vinnu.

Reyndu að vera snyrtilegur, ekki mæta í rifnum gallabuxum eða skopparafötum niður á hæla. Það langar fáum að hafa svoleiðis í afgreiðslu hjá sér og skítugar neglur eða hár er algjört bann, eins þoldi ég ekki krakka sem voru með tyggjó í viðtali en það er kannski bara ég.

Vertu kurteis en passaðu þig samt á að tuða ekki eitthvað sem enginn heyrir þegar þú ert spurður, ef þú virkar hress og opin persónu án þess þó að vera með stæla ertu strax komin ofarlega á lista, enda fátt jafn leiðinlegt að hafa starfsfólk sem annað hvort er með hroka við viðskiptavinina eða er svo feimið að það getur ekki svarað einföldum spurningum hjá þeim.
Svo er alltaf plús að fá starfsmann sem líður vel í vinnunni og nær að tengjast hinu starfsfólkinu, ekki einhverjir einfarar.

Passaðu þig á að svara ekki spurningum með “ég veit það ekki” eða fara allur í klessu þegar þú ert spurður, gelgjustælar eru algjört turnoff. Ég venjulega vildi vita hvar fólk hefði unnið áður, hvernig því líkaði sú vinna og hvaða áhugamál það hefði. Því miður þá er slæmt að vera með ungling í vinnu sem er á fullu í einhverjum íþróttum allar helgar og öll kvöld og getur því aldrei unnið neina aukavinnu, ég venjulega reyndi að sjá út hvort áhugamál yrði nr.1 eða vinnan. Eins réði ég sjaldan unglinga í vinnu sem svöruðu “skemmta mér, strákar/stelpur, vinirnir” mín reynsla er sú að þau taki djammið framyfir vinnuna og þá hafði ég ekkert við þau að gera.
Best var að segjast vera í einhverjum íþróttum sem annað hvort eru bara á veturnar t.d snjóbretti, skíði eða segjast öðru hverju æfa eitthvað eða hreinlega hafa ekkert sérstakt áhugamál, það að minnsta kosti virkaði venjulega vel á mig.


Ef þú ert ekki komin með vinnu núna, ekki gefast upp! Mín reynsla er að fyrirtæki ætla alltaf að spara sumarafleysingafólkið og sjá svo þegar sumarfrí byrja og sumarsalan eykst að það vantar fleira fólk, mættu bara vikulega til að minna á þig og ef að það er eitthvað varið í þig þá mun sá sem sér um að ráða muna fyrst eftir þér þegar hann lendir í vandræðum með starfsfólk.

Ég man ekki eftir fleira í augnablikinu, en það er ýmislegt sem maður þarf að passa þegar maður fer í svona viðtal, það eru ekkert allir yfirmenn sem spyrja og því er ágætt að spyrja bara sjálfur, sýna áhuga!! T.d er fínt að spyrja hvenær hann/hún viti eitthvað og hvort þú megir hringja eftir viku, 10.daga til að kanna málið og gera það þá!!

Kv. EstHe
Kv. EstHer