Samhliða því sem hörmungarnar í Palestínu og Ísrael aukast dag frá degi og hernaðaraðgerðir á herteknu svæðunum verða daglegt brauð, að þá eykst kúgun stjórnarinnar, og annara afturhaldsafla í Ísrael, á skoðanamyndun í gegnum dagblöð og háskólana. Ég ætla hérna að fjalla aðeins um málefni Teddy Katz og Ilan Pappe sem hafa verið sætt ofsóknum vegna rannsókna sinna sem ekki eru Zionistum að skapi.
Teddy Katz skrifaði MA ritgerð, við Háskólan í Haifa, þar sem hann upplýsir um fjöldamorð 33. herdeild Alexandroni fylkingar ísraelska hersins í Tantura, nóttina 22. og morguninn 23. maí 1948. Í ritgerðinni sýndi hann fram á hvernig Palestínumenn sem höfðu verið yfirbugaðir við að verja þorpið sitt voru elltir upp og teknir af lífi í heimahúsum og á götum úti. Fyrir ritgerðina fékk Katz 97% en ávann sér einnig reiði sumra þeirra sem voru í herdildinni. Gegnum málsóknir og kærur til yfirvalda og stjórnar Háskólans tókst hinum fyrverandi hermönnum að fá ritgerðina ómerkta. Ilan Pappe, sem var leiðbeinandi Katz, mótmælti þessum úrskuði bæði inna stofnunar sem og alþjóðlega og var fyrir vikið rekinn úr starfi.
Þessi vinnubrögð sem stuðla að því að kæfa allar gagnrýnar raddir í Ísrael er mjög hættuleg lýðræði og frjálsri umræðu. Á þessum tímum “stríðs gegn hryðjuverkum” og þrengingu málfrelsis á Vesturlöndum er sérstaklega mikilvægt að mótmæla slíkri kúgun á menntafólki, og ekki leifa stjórnvöldum að hafa einkarétt á hvernig sagan er skrifuð.
Ég skora á ykkur að senda tölvupóst til eftirfarandi aðila og segja skoðun ykkar:

Professor Yossi Ben-Artzi
yossib@univ.haifa.ac.il

Professor Yehuda Hayuth
hayuth@uvm.haifa.ac.il

Hér eru nokkrar heimasíður um málið:

Mál Ilan Pappe:
http://www.zmag.org/content/Mideast/pappecase.cfm
Umfjöllun um mál Teddy Katz:
http://www.between-lines.org/archives/2001/jan/B TL_Teddy_Katz.htm
Bréf frá Ilan Pappe til Amercan historcal society:
http://www.indymedia.org.il/imc/israel/webcast/10284.h tml