Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

karensk
karensk Notandi frá fornöld 356 stig
Áhugamál: Hestar
_________________________________________________

Járningar (3 álit)

í Hestar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Til að hestinum líði vel og hann virki rétt er naupsynlegt að hann sé rétt járnaður. Það eru til margar útfærslur á járningum, enda eru engir hestar með eins hófa. Stundum er járnað þannig að heseturinn brokki frekar, og stundum er hann járnaður þannig að hann tölti frekar. Eðlilegast er þó að járna hann bara þannig að hann sé jafnvígur á öllum gangi. Svo eru til ýmsar gerðir sjúkrajárninga, t.d til að laga kvíslbandabólgur snúa sumir skeifunni öfugt, eða þannig að táin á henni er á hælnum á...

Holdhnjóskar (5 álit)

í Hestar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Nú eru líklega flestir farnir að huga að því að taka inn eða jafnvel búnir að því. Þeir sem ekki eru búnir að því ættu þó að líta á hestana sína því líklegt er að holdhnjóskar séu farnir að myndast. Holdhnjóskar myndast í slæmum veðrum þegar vindur ýfir feld hestsins, svo rignir og hesturinn blotnar þá alveg niður að feldi, og loks kólnar og myndast þá þessir leiðinda kögglar niðri við holdið. Þeir myndast aðallega á baki hestsins og aftur á rass, því þar á jú vindurinn auðveldast með að ýfa...

Mikilvægi réttrar ásetu (12 álit)

í Hestar fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég hef séð mjög mikið af fólki á hestbaki, enda hef ég verið í sveit frá því ég var lítil, var í stóru hesthúsahverfi síðasta vetur og svo hef ég farið á eitthvað af mótum og fleira, og eitt af því fyrsta sem ég tek eftir fyrir utan hestinn sjálfan er áseta knapans. Sumir sitja réttir og fínir, en aðrir alveg hreint eins og heypokar! Hnakkar eru misgóðir og hannaðir með mismunandi ásetueiginleika, en þó ættu grunnatriði ásetunnar að virka svipað/eins hjá þeim flestum Reyndar ef hnakkurinn er...

Arnarfell 2003 (11 álit)

í Hestar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Nú er ég komin heim eftir skemmtilega 8 daga hestaferð. Við lögðum af stað frá Langsstöðum í Flóa föstudaginn 8. ágúst með 38 hrossa rekstur. Enduðum að Fjalli á Skeiðum eftir um 4 tíma reið, og þar bættust við 15 hross daginn eftir (9. ágúst) þegar við riðum upp í Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi (komin með 53 hrossa rekstur). Þessir tveir dagar voru svona einskonar upphitun, og þriðja daginn (10.ágúst), hófst ferðin fyrir alvöru. Þá riðum við 11 saman (og tveir fóru á bíl með draslið...

Umhirða hnakka (3 álit)

í Hestar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Þegar kemur að því að velja hnakk þarf passa að hann sé bæði góður fyrir hest og mann. Hnakkurinn á að gefa góða ásetu, því að ásetan skiptir náttla höfuðmáli. Með tímanum þjappast það sem er í undirdýnu hnakksins, og því þarf að fylgjast með. Sé dýnan orðin of þunn getur hún farið að meiða hestinn og valdið sárum og bólgum í baki, því þá leggst hnakkurinn á hrygg hestsins. Sé dýnan orðin þunn þarf að fara með hnakkinn til söðlasmiðs sem bætir í dýnuna og athugar hvort eitthvað annað gæti...

Vetrarþunglyndi (10 álit)

í Hestar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég er búin að vera að pæla í einu í þónokkurn tíma… Getur verið að hestar fái vetrarþunlyndi, rétt eins og sumt fólk? Ég veit um hest sem er altaf alveg drauglatur á veturna, sama hvort það er verið að teyma hann eða ríða honum. Það þarf hreinlega að halda á honum til að koma honum áfram. Á vorin fer aftur á móti allt að snúast við… hann frískast allur, og frískast eigilega OF mikið. Hann verður stífur, frosinn í beisli og vill bara æða áfram, sérstaklega ef maður er á baki. Ég á ekki þennan...

Skírir (6 álit)

í Hestar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Mér datt í hug að segja aðeins frá hestategundinni sem nefnist Skírir. Sumir kannast kannski við nafnið, en fyrir þá sem ekki kveikja þá er Skírir svona eins og stóri dráttarklárinn í Babe (Vaski grísinn Baddi) og líka eins og Boxer í Animal Farm… Þegar hollenskir verktakar voru sendir til að þurrka upp ensku Fenjalöndin á 16. og 17. öld tóku þeir með sér stóru hestana sína. Þar blönduðust þeir stóru hestunum sem fyrir voru í Englandi, sem komnir voru af Stóra hestinum sem var stríðsfákur...

Góðir hestar- gulli betri (2 álit)

í Hestar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég sá í Morgunblaðinu fyrir þó nokkru ágætis hestagrein. Þar var verið að tala um að í Götusmiðjunni, sem er áfangaheimili fyrir unglinga í vímuefnavanda, séu notaðir hestar í meðferðunum. Þar fá krakkarnir að umgangast hestana, fara á bak og taka þátt í að temja einhver tryppi. Þetta er gert svo að krakkarnir geti byggt upp traust til einhvers, sem í þessu tilfelli eru hestarnir, og til að vekja áhuga þeirra á einhverju sem getur haldið áfram að meðferð lokinni. Fyrst er bara farið rólega...

Ungmennaflokkur (9 álit)

í Hestar fyrir 21 árum
Nú er víst veturinn liðinn, góður vetur að mínu mati og hefur hentað vel til útreiða þó að inn á milli hafi komið smá hríðarbylir. Hjá Fáki voru haldnir tvennir vetrarleikar og svo var veturinn kvaddur með firmakeppni í dag (24. apríl). Mér finnst rosalega skrítið hvað hefur verið léleg þátttaka af hálfu ungmenna á þessum einföldu mótum. Á fyrri vetrarleikunum voru að mig minnir tveir skráðir í ungmennaflokk, og annar af þeim mætti ekki og svo á seinni vetrarleikunum voru fjórir sem kepptu....

Vetrarfeldur (8 álit)

í Hestar fyrir 21 árum
Nú þætti mér gaman að þeir sem vita, fræði mig svolítið… Ég var í Kaupmannahöfn síðastliðna viku og skrapp í dýragarðinn og datt smá pæling í hug. Þar voru þrír íslenskir hestar, litu vel út en þeim virtist vera dálítið heitt. Einn var hvítur og var inni (örugglega til að brenna ekki) en annar lá úti, og þó hann væri ekkert að gera neitt (lá bara eins og klessa á jörðinni) var hann sveittur. Ef íslenskur hestur er fluttur til heitara lands, aðlagast hann þá alveg hitanum og fer ekki í...

Framhaldsskólamótið (3 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nú (föstudagskvöld) var ég að koma af framhaldsskólamótinu og í kvöld var keppt í tölti og fimmgangi. Þarna var margur góður gæðingurinn og hinir sæmilegustu knapar. Sjálf var ég ekki með eins og ég ætlaði, en á næsta ári ætla ég pottþétt að vera með :) Annaðhvort voru dómaranir eitthvað stirðir eða bara hrossin ekki betra en þetta en einkunnirnar voru flestar á bilinu 3-5. Þetta er þó ekki einu sinni hálf sagan þar sem fjórgangurinn er eftir og fljúgandi skeið. Á morgun verður einmitt keppt...

Af hverju ætti Viggó ekki að fá að vera með??????? (10 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nú er forvalið fyrir Ístöltið búið eins og allir vita, en það er eitt sem ég skil ekki… Af hverju í fjandanum er fólk að fárast yfir því að Viggó Sigurðsson, fæddur 1987, hafi unnið sér inn þáttökurétt á Ístöltinu sjálfu? Þó hann sé bara 16 á þessu ári þá hefur hann alveg jafnan rétt ávið hina sem eldri eru. Þetta sýnir bara hvað hann hlýtur að hafa ótrúlega mikinn metnað og greinilega mikla hæfileika hvað varðar hesta og er það mér óskiljanlegt af hverju eitthvað lið er að draga hann niður...

Vængur :) (4 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þar sem það er dáltið langt síðan það kom ný grein ætla ég að segja ykkur frá Væng. Vængur er meðal bestu hesta sem ég hef á ævinni prófað. Hann er rauðskjóttur, 15 vetra klárhestur, hágengur og reistur með eindæmum. Maður frænku minnar á hann, en frá því ég prófaði hann fyrst, fyrir rúmlega 2 og 1/2 ári, hef ég aðallega (og nánast eingöngu ég) séð um að þjálfa hann. Hann er semsagt frábær, töltir svaðalega vel, hvort sem það er hægt, milliferð eða hratt, brokkar líka og fetar vel, en kann...

Góð aðferð við beislisvanda... (21 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Jæja, nú er ég búin að fara nokkrum sinnum á bak Sprengju, og það er búið að sýna mér hvernig ég á að laga hana, því hún vill vera soldið taumstýf greyið. Aðal málið er auðvitað að toga aldrei á móti, aldrei kippa í tauminn eða vera stöðugt að “toga” hausinn á hestinum upp. Ef allt er gert rétt á hesturinn að fá sjálfstæðan vilja til að bera höfuðið hátt! Þess vegna til að byrja með á maður að vera með slakan taum en “nikka” samt reglulega sitthvoru megin, þá fær maður hestinn til að nota...

Fyndið atvik... (25 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það er vonandi ekki oft sem þið dettið af baki, en það væri gaman að fá að heyra fyndnar sögur… eða er það ekki? Best að ég byrji bara; ég var einu sinni, held ég hafi verið 12 ára, að fara í útreiðartúr og var yngri frændi minn með mér. Ég ákvað að vera ofsalega dugleg og teyma með mér hryssu sem þurfti sko nauðsynlega á hryfingu að halda. Sjálf var ég á hesti sem hafði ofsalega gaman af því að hlaupa- HEIM! Ég lagði bara af stað í “gúddí fíling”, hryssan teymdist ágætlega fyrstu 10 metrana...

Brjálaður náungi... (7 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hann Stormur minn er eitthvað klikkaður held ég.. hann hefur reynt eina sjálfsmorðstilraun til dæmis. Hann er búinn að vera töluvert tense frá því að hann fæddist, þegar það átti að gefa honum ormalyf í fyrsta skipti varð hann alveg snar, en lagaðist svo aftur þegar hann var tekinn inn um veturinn, þá bara folald. Svo áður en það átti að sleppa honum út aftur um vorið þurfti náttúrulega að gelda hann, en nema hvað, þá reyndi hann að farga sér; hann tróð sér á milli tveggja rimla í stíunni...

fjallferð 2002 (18 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
zeldagirl kom með hugmyndir að greinum, t.d hestaferðir, þannig að ég ákvað bara að tjá mig smá…. ÉG fór í mína fyrstu fjallferð núna í haust (fyrir þá sem ekki vita er fjallferð 3-10 daga ferð inná afrétt að smala kindum) og það var alveg geðveikt gaman. Við lögðum af stað 9.sept. 16 saman, hver með 2-3 hesta og riðum inn að Kletti (á Skeiðaafrétti) og þar gistum við um nóttina. 10.sept var svo riðið inn á Skeiðamannafit þar sem hin árlega glímukeppni fjallmanna fór fram með glæsibrag…....

Gullmolarnir mínir :) (6 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þar sem allir eru að tala um hestana sína ætla ég ekki að láta mitt eftir liggja…. Stormur: Hann er 2 vetra dökkjarpur hestur undan Forseta frá Vorsabæ og Glóð frá Fjalli. Bestasta frænka mín gaf ,ér hann þegar hann var folald :) Hann er alveg snarklikk í hausnum en á vonandi eftir að lagast. Hann verður fimmgangshestur og ætla ég mér mikið með hann í framtíðinni… Sprengja: Hún er 7 vetra brún hryssa sem ég keypti fyrir rúmlega ári. Hún er svosem ekkert undan frægum hrossum; Spæni frá...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok