Hann Stormur minn er eitthvað klikkaður held ég.. hann hefur reynt eina sjálfsmorðstilraun til dæmis.
Hann er búinn að vera töluvert tense frá því að hann fæddist, þegar það átti að gefa honum ormalyf í fyrsta skipti varð hann alveg snar, en lagaðist svo aftur þegar hann var tekinn inn um veturinn, þá bara folald. Svo áður en það átti að sleppa honum út aftur um vorið þurfti náttúrulega að gelda hann, en nema hvað, þá reyndi hann að farga sér; hann tróð sér á milli tveggja rimla í stíunni (þar sem hrossin stinga hausnum út til að éta) og festist svo, hann var fastur í náranum, önnur löppin var fyrir utan og hin undir milliveggnum yfir í næstu stíu. Að lokum tókst nú að losa hann með því að hífa hann upp, þá var hann orðinn svo dofinn að hann kippti sér ekkert upp við það þegar dýralæknirinn sprautaði hann.. eftir þetta hefur hann verið slatti smeykur við fólk og ég skil það svosem…
Svo nú í vetur þegar það átti að gefa honum ormalyf og klippa hófana var hann með geðveikan hamagang og kramdi nánast þann sem var að reyna að ná honum (hann var inni í stíu) og það þurfti tvo fílhrausta menn til að ráða við hann!!

Ef það verður þá hægt að temja hann mætti nú aldeilis ætla að hann verði þokkalega duglegur reiðhestur, jafnvel mjög góður í ferðir… vonandi…

p.s. það var mynd af honum um daginn..
_________________________________________________