Nú er víst veturinn liðinn, góður vetur að mínu mati og hefur hentað vel til útreiða þó að inn á milli hafi komið smá hríðarbylir. Hjá Fáki voru haldnir tvennir vetrarleikar og svo var veturinn kvaddur með firmakeppni í dag (24. apríl). Mér finnst rosalega skrítið hvað hefur verið léleg þátttaka af hálfu ungmenna á þessum einföldu mótum. Á fyrri vetrarleikunum voru að mig minnir tveir skráðir í ungmennaflokk, og annar af þeim mætti ekki og svo á seinni vetrarleikunum voru fjórir sem kepptu. Í firmakeppninni í dag voru svo fáir (1-3) skráðir í ungmennaflokkinn að hann var sameinaður körlum II og konum II.

Ég spyr; hvar er metnaðurinn? Reyndar var opna ÁG töltmótið í dag en hina dagana held ég að ekkert mót hafi verið. Ég veit að íþróttanefnd Fáks hefur verið í vandræðum með lélega ungmennaþátttöku og mig langar að vita hvort þetta sé svona hjá öðrum félögum líka. Þó að hesturinn manns sé ekki fullkominn drepur það engan að vera með og sýna smá lit!

Með bestustu kveðjum og von um betri mótaþátttöku á næstunni, karensk
_________________________________________________