Nú þætti mér gaman að þeir sem vita, fræði mig svolítið…

Ég var í Kaupmannahöfn síðastliðna viku og skrapp í dýragarðinn og datt smá pæling í hug. Þar voru þrír íslenskir hestar, litu vel út en þeim virtist vera dálítið heitt. Einn var hvítur og var inni (örugglega til að brenna ekki) en annar lá úti, og þó hann væri ekkert að gera neitt (lá bara eins og klessa á jörðinni) var hann sveittur. Ef íslenskur hestur er fluttur til heitara lands, aðlagast hann þá alveg hitanum og fer ekki í vetrarfeld? Eða fer hann í vetrarfeld og er bara að kafna úr hita? En þeir íslensku hestar sem fæðast úti í heitari útlöndum, fara þeir bara aldrei í vetrarfeld?

Mig langar að vita hvort vetrarfeldurinn kemur þó hann þurfi þess ekkert eða hvort hesturinn myndi hann bara þegar fer að kólna.

kv. karensk
_________________________________________________