Þar sem það er dáltið langt síðan það kom ný grein ætla ég að segja ykkur frá Væng.

Vængur er meðal bestu hesta sem ég hef á ævinni prófað. Hann er rauðskjóttur, 15 vetra klárhestur, hágengur og reistur með eindæmum. Maður frænku minnar á hann, en frá því ég prófaði hann fyrst, fyrir rúmlega 2 og 1/2 ári, hef ég aðallega (og nánast eingöngu ég) séð um að þjálfa hann.
Hann er semsagt frábær, töltir svaðalega vel, hvort sem það er hægt, milliferð eða hratt, brokkar líka og fetar vel, en kann reyndar ekki alveg að stökkva, en hann er samt FRÁBÆR. Hann er reyndar stundum dáldið klikkaður í hausnum og á það til að láta sér bregða við minnsta tilefni, en samt gerði hann ekkert þegar ég reið honum í gegnum rúllugerði og það fauk rúlluplast beint framan í hann!!! Hann er alveg yfirmáta duglegur reiðhestur og gefst sko ekki auðveldlega upp, til dæmis fór ég með hann á fjall síðasta haust (ásamt Þokka, sem stóð sig líka frábærlega) og hann var sko aldrei á því að gefast upp, þó hann yrði náttla dáltið þreyttur, en það verða nú allir! Ég hef ekki farið á bak Væng núna í langan tíma, því hann verður úti í vetur, útaf einhverju veseni með lungun hans í bland við heyið, en það er samt ekkert alvarlegt. Ég sakna þess slatti mikið að fara á bak honum, en ég hef nú Sprengju og hún er engu lakari en hann, bara hefur minni reynslu. Þess má líka geta að Vængur var fenginn í hestakaupum í staðinn fyrir snargeðveikan hest, og þar var gróðinn mikill. :)
_________________________________________________