Ég sá í Morgunblaðinu fyrir þó nokkru ágætis hestagrein. Þar var verið að tala um að í Götusmiðjunni, sem er áfangaheimili fyrir unglinga í vímuefnavanda, séu notaðir hestar í meðferðunum. Þar fá krakkarnir að umgangast hestana, fara á bak og taka þátt í að temja einhver tryppi. Þetta er gert svo að krakkarnir geti byggt upp traust til einhvers, sem í þessu tilfelli eru hestarnir, og til að vekja áhuga þeirra á einhverju sem getur haldið áfram að meðferð lokinni. Fyrst er bara farið rólega af stað, þau látin venjast umgengni við hrossin, svo fara þau á bak og taka þátt í tamningu. Svona byggja þau stöðugt upp traust til hestsins og eignast um leið nýjan vin sem er pottþétt hægt að treysta fyrir tilfinningum þeirra, því hann getur jú ekki kjaftað frá… Þetta finnst mér frábært og vildi bara deila þessu með ykkur, því þetta sýnir hvað hestar eru æðisleg dýr :)
_________________________________________________