Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Stjörnuleikmennirnir, hin hliðin

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þetta með Kidd kemur mér ekki á óvart, af hverju haldið þið að Kidd fái svona fá atkvæði í All Star?? Þótt að menn eins og Iverson komist upp með að haga sér eins og fífl, þá er það meira talið sem töffaraskapur, en Kidd er frekar talinn sem einhver sækópat með stuttan þráð.

Re: Lakers á ferðalagi

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
hemmi1: ef þú ætlar að svara mér, þá væri gott að þú mundir merkja við láta höfund vita. Það er sko ekkert nýtt í því að Kobe hafi ekki áhuga á að spila með Lakers. Shaq og Kobe hafa aldrei verið perluvinir. Það hefur ekki aftrað þeim frá því að raka inn titlum. Þeir hafa áður unnið titla einir saman, en núna hafa þeir tvo hungraða úlfa og þeir munu gera ALLLLT til þess að vinna. Ég sé bara ekki Sacramento, Dallas eða Minnesota vinna þá. Minnesota, Dallas og Sacramento hafa verið að fá góðan...

Re: Lakers á ferðalagi

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Same shit, different year. Lakers voru heppnir að komast í playoffs í fyrra en hvað gerðist þegar þeir vou komnir í playoffs? Þeir fóru illa með Minnesota, en áttu reyndar aldrei sjéns í langbesta liðið á þeim tíma. Lakers er í dag lang sigurstranglegasta liðið. Af hverju? Því þeir vita allir hvað þarf til að vinna titla. Það er ekki hægt að segja það um Minnesota, Sacramento eða þessi efstu lið. Spurs virðast talsvert slakari en í fyrra, en þeir hafa einnig þennan sigurvilja og í fyrra, en...

Re: Stjörnuleikurinn - varamenn

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Redd á skilið að vera þarna, enginn spurning. Árangur Bucks er einna helst honum að þakka. Paul Pierce á varla að vera þarna, bæði hann og Boston hafa staðið sig illa. Hann var einnig með þvílíkar fullyrðingar fyrir tímabilið og sagðist ætla verða stigakóngur og ég veit ekki hvað. Hann og Boston hafa kúkað á sig. LeBron á frekar að vera þarna.

Re: Dallas óstöðvandi

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Webber mun vitaskuld styrkja Sacramento liðið þegar hann kemur. En ég held að hann geri ekki útslagið. Hann gengur ekki beint inn í liðið sem hefur verið að brillera á þessari leiktíð. Brad Miller hefur verið stórkostlegur og Webber mun ekki slá hann út. Helst að Vlade Divac þurfi á hvíldinni að halda. Sacramento voru að vinna SA Spurs í nótt á útivelli, þrátt fyrir súperleik hjá Duncan. Divac með 11 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar á 33 mínútum. Fáranlega gott.

Re: Dallas óstöðvandi

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það eru nefnilega bara til sjónvörp í Seattle. Gott hjá Dallas að standa sig vel, þeir hafa líka verið að vinna erfiða leiki í þessari 8 leikjarunu. Lítur út fyrir að verða spennandi lokaleikir í Vestrinu. Röðunin í playoffssæti mun ráða úrslitum að mínu mati.

Re: Sacramento - Dallas

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Fínn leikur, þótt mér líki ekki við þessi lið. Ég er samt orðinn þreyttur á að sjá alltaf Dallas á Sýn, en það er svo sem ákveðinn vísbending upp á góðan sóknarleik. En mér finnst nú samt Dallas vera þreytandi lið. Þeir hafa reyndar stórskemmtilega leikmenn, sérstaklega Steve Nash sem er frábær leikmaður, og auðvitað fleiri leikmenn. En spilastíll Dallas heillar mig engan veginn. Ég held að Dallas verði fljótlega úr leik í playoffs. Þeir eiga ekki sjéns í LA Lakers og SA Spurs og ég á erfitt...

Re: Miles til Portland fyrir McInnis og 2xBoumtje

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Já, ég veit að þeir hafa verið að losa sig við nokkra vandræðagemsa, en það eru ansi margir þar ennþá, t.d. Ruben Patterson, Damon Stoudamire. Síðan er Darius Miles og Qyntel Woods báðir vandræðagemsar. Ég held bara að Portland munu ekki fá nógu góða leikmenn í staðinn, þeir munu bara fá einhverja útbrunna leikmenn í staðinn. T.d. ef þeir fá Kurt Thomas í staðinn fyrir Wallace þá eru þeir að gera slæma hluti. Vitað er að Isiah Thomas er mjög hrifin af Rasheed Wallace og ég er nokkuð viss um...

Re: Miles til Portland fyrir McInnis og 2xBoumtje

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Rasheed hefur verið orðaður við brottför frá Portland í langan langan tíma, en ég efast um að mörg lið hafa efni á honum og vilja fá hann. Í raun er það bara NYK sem virðist hafa áhuga á samningnum hans. Ég sé ekki mörg önnur lið fá hann til sín. Það passar asskoti vel fyrir bæði liðin að treida Wallace fyrir Kurt Thomas og einhverja smá uppbót að auki. En manni virðist framtíð Wallace hjá Portland vera mjög óljós, sérstaklega núna þegar hann er að spila sem center sem er auðvitað enginn...

Re: EM 2oo4

í Handbolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Athyglisverður punktur hjá Maxium. Slóvenarnir urðu í 5. sæti í EM árið 2000 þegar við vorum í 11. sæti og 12. sæti árið 2002. Þeir eru mjög sterkir á sínum heimavelli. Ungverjarnir eru með sterkt lið, en nokkuð óskrifað blað. Þeir hafa lítið getað EM 2002 og 2000 en voru í 6. sæti á EM 1998. Tékkarnir eru mjög sterkir, urðu í 8. sæti á EM 2002 og hafa verið að ná frábærum úrslitum í undirbúningsleikjum. Ekkert þessarra liða er það lélegt að við þurfum ekki að hafa fryir sigrinum. Við gætum...

Re: Re: Stjörnuleikurinn 2004

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Jæja, ég sé hann vel fyrir mér sem SG. Þótt hann komi alltaf upp með boltann þá er hann með svona smávegis SG eðli. Hann er ekki þessi Jason Kidd týpia. Hann er meira svona eins og Steve Francis. Aggressívur sóknarmaður og þannig leikmenn geta alveg spilað sem SG og ég get alveg séð þá fyrir mér sem SG, þótt PG henti þeim mun betur í þeirra liðum.

Re: Stjörnuleikurinn 2004

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Já, það er kannski hæpið að tala um Hornets sem spútniklið, en miðað við að það var talið að þeir mundu skíta á sig án Mashburn þá sýndu þeir annað. Þeir eru núna í 3. sæti í Austrinu, sem verður að teljast frábær árangur án Mashburn. Einnig töldu sumir að Davis mundi ekki ná sér á strik eftir meiðslin, sérstaklega í ljósi þess að síðasta tímabil hjá honum var fremur slakt. Ég skil nú ekki hvers vegna þú segir að Davis geti ekki spilað sem SG því hann sé svo góður PG. Það eru skrýtin rök....

Re: Stjörnuleikurinn 2004

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
SirK: Ég er alveg fastur á því að hafa Davis í SG og helst mundi ég vilja hafa T-Mac á bekknum, en hann er stjarna sem gæti haft sinn eigin tilþrifaþátt. Leikurinn verður án vafa skemmtilegri með hann inn á. Einnig eru “frekar” slakir leikmenn í SF hjá Austrinu. Hvort leikmennirnir séu að spila sem SG eða PG skiptir ekki miklu máli í svona leik. Davis hefur verið aðalmaðurinn í einu af spútnikliðum deildarinnar á meðan að T-Mac er aðalmaðurinn í langlélegasta liði deildarinnar. Davis á, að...

Re: Stjörnuleikurinn 2004

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mjög góð grein. Alltaf þannig að fólk hefur sínar venjur með að velja leikmenn. Sumir velja uppáhalds leikmenn sína, aðrir velja sína skemmtilegustu og aðrir bara þá bestu. Ég reyni að mixa þessu smá saman, ég fer eftir árangri liðanna, hversu vel leikmennirnir spila miðað við áður og fleiru. En svona væri mitt val. Austurdeildin: C: Ben Wallace - Hefur oft verið betri heldur en núna. Tekur færri fráköst en oft áður, hittir mun verr en skorar meira. Var reyndar slakur í síðasta All Star leik...

Re: Knicks og Suns skipta leikmönnum

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Spurs eru yfir núna, en í sumar þegar þeir vildu fá Kidd þá voru þeir líklegast eitthvað undir. En núna eru þeir búnir að fá Nesterovic, Mercer, Ward og Torkuglu, og eru að borga eitthvað um 53 m á ári.

Re: Launahæðstu leikmenn

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mutombo var free agent áður en að hann kom til NY Knicks. Því gátu Knicks samið við hann upp á 4 m á ári og það er sú fjárhæð sem Knicks borgar honum. New Jersey þurftu hinsvegar að kaupa hann út úr liðinu og því er hægt að segja að hann fái núna borgað frá tveimur liðum. 4 + 13 = 16

Re: Knicks og Suns skipta leikmönnum

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég misskildi þetta orðalag þitt, þegar þú segir að launaþakið væri fullt. NY Knicks er yfir launaþakinu, og því er svo sem hægt að segja að launaþakið sé fullt (mér finnst það reyndar sérkennilega orðað).

Re: Knicks og Suns skipta leikmönnum

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
SA Spurs eru ekki undir þakinu. Það munar samt mjög litlu. Spurs verður samt seint talið með sterkan hóp, en Poppovich hefur tekist að búa til svo frábæra liðsheild úr ekkert sérstöku efni. Duncan er t.d. aðeins með 12 m á ári og Parker og Ginobili eru með rétt yfir 2 m á ári samanlagt. Denver og Utah eru bæði langt undir þakinu og þeim gengur vel MIÐAÐ við að vera með ung og ódýr lið, en alls ekki meira en það. Ef þau komast í playoffs (sem ég efast um), þá detta þau strax út í 1. umferð....

Re: Knicks og Suns skipta leikmönnum

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég veit alveg um grundvallaratriðin varðandi launaþakið, en það var ekki spurningin til þín, heldur var ég að spurja hvers vegna þú sagðir að launaþakið hjá NY Knicks væri orðið fullt. Það segir sig í rauninni sjálft, ef eitthvað lið ætlar að eiga möguleika á titli þá þarf að fara yfir launaþakið (sem er 44-45m $). NY Knicks er það ríkt félag að þeir munu alltaf vera yfir launaþakinu.

Re: Knicks og Suns skipta leikmönnum

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég næ þessu ekki alveg hjá þér. Hvers vegna segir þú að launaþakið hjá Knicks sé fullt? Launaþakið var mjög hátt fyrir þessi skipti og það minnkaði ekki eftir skiptin. NY Knicks er moldríkt félag og hjá svona félagi með þetta mikinn metnað þá er launaþakið ALDREI fullt. Ég held að það gæti enn allt gerst varðandi treid hjá NY Knicks, þó kannski ekki að K. Thomas verði þar á meðal. Já, samningar leikmanna NY Knicks líta þannig út að fá lið vilja taka við þeim, en það gekk þó með Phoenix sem...

Re: Lakers ströggla

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ef Lakers verður ekki fyrir ofan Spurs, og verða þá ekki með heimaleikjarétt, þá ná þeir ekki að slá Spurs út. Sacramento eru alveg hrikalegir sterkir og spurning hvort þeir hafi nokkuð að gera við Webber þegar hann kemur aftur. Ef þeir verða áfram númer 1 í Vestrinu þá er aldrei að vita hvað þeir gera, þeir hafa mikla breidd og ólíkt Spurs og Lakers þá mega þeir meira við meiðslum.

Re: Knicks og Suns skipta leikmönnum

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Wbdaz: Ég ruglaðist aðeins, Van Horn hefur auðvitað spilað sem SF í þann stutta tíma sem hann hefur verið hjá Knicks. Kurt Thomas er 32 ára sæmilegur leikmaður með alltof feitan samning. Finnst þér voðalega skrýtið að Isiah Thomas vilji treida honum fyrir almennilegan PF? Ég held að Thomas ætli sér að gera MIKLAR breytingar, hann er ekki búinn og ég held að hann vilji losna við fleiri leikmenn. Ég held að næstum allir leikmenn Knicks gætu átt von á því að flytja frá NY á næstunni, K.Thomas...

Re: Knicks og Suns skipta leikmönnum

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það er merkilegt við svona skipti í NBA að þau lið sem koma að málinu græða alltaf á þessu. Þarna er enginn breyting. Suns var í vandræðum með alltof marga bakverði. Joe Johnson var búinn að hirða byrjunarsætið af Penny Hardaway svo þeir höfðu ekkert að gera við svona dýran leikmann á bekknum. Tímabilið hjá Suns hefur verið slakt og þeir hafa engann möguleika á neinu og það hefur farið í taugarnar á tríóinu (Marion, Starbury og Stoudamire). Þar þurfti breytingar og það var löngu orðið ljóst....

Re: Lífið í NBA

í Körfubolti fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Jón fær “aðeins” lágmarkslaun í NBA, en það er 366931 $ (30 milljónir) á ári á fyrsta árinu og það hækkar eftir hvert ár.

Re: Lífið í NBA

í Körfubolti fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það er rosaleg samkeppni í NBA og ótrúlega margir sem hafa komist nálægt því að komast í NBA en síðan ekki náð því. Miklu fleiri leikmenn en sem komast á roster liðanna sem eru í sigtinu hjá hverju NBA liði. Auðvitað segja þjálfarar liðsins, Nelson feðgar og leikmenn að hann komist í liðið ef hann æfir vel. Varla hefðu þeir sagt að hann ætti ekki sjens því hann er svo lélegur. Aðdáaendur Dallas hafa ekki mikla trú á því að hann tolli í liðinu og er það ekki furða. Það er MJÖG sjaldgæft að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok