Stjörnuleikurinn er um næstu helgi og mér datt í hug að líta á leikmennina frá aðeins öðru sjónarhorni. Margir leikmanna NBA eiga beinagrind eða tvær í skápnum hjá sér, það getur verið allt frá umferðasektum upp í vopnuð átök.

Vestrið

Kevin Garnett: Í nóv. 2000 lentu hann og Wally Szczerbiak í hörku slagsmálum á æfingu.
Í nóv 2003 var hann sektaður um 5000 dollara fyrir að kasta boltanum útí áhorfendapallana eftir að hafa verið rekinn af velli.

Tim Duncan: Engill, ég fann ekkert misjafnt um hann, enda ekki þessi týpa sem maður býst við að lendi í veseni.

Yao Ming: Sömuleiðis hreinn. Og mætti kannski segja það sama um hann og Duncan.

Kobe Bryant: Allir kannast við vandræðin sem hann er í, nauðgunarmálið, og fáu við það að bæta.

Steve Francis: Í desember 2001 var hann handtekinn fyrir ölvunarakstur á sunnudagsmorgni, eftir að hafa ekið yfir á rauðu ljósi.

Shaq: Janúar 2001; rekinn útaf eftir harkaleg slagsmál við Charles Oakley og Miller í Bulls. Fleiri smærri árekstrar við NBA leikmenn, m.a. Charles Barkley.

Stojakovic: Fann ekkert vafasamt um hann.

Brad Miller: Áðurnefnd slagsmál við Shaq. Desember 2001; sektaður um 7500$ fyrir að sparka stól útí áhorfendabekkina.

Sam Cassell: Apríl 2003; Ákærður ásamt Gary Payton og Jason Caffey fyrir árás á tvo menn og tvær konur fyrir utan bar í Toronto.

Andrei Kirilenko, Dirk Nowizki og Ray Allen: Fann ekkert um þá

Austrið.

Vince Carter, Ben Wallace, Paul Pierce, Baron Davis, Jamaal Magloire og Michael Redd: Fann ekkert um þá.

J. O´neal: Handtekinn fyrir að rífa kjaft við lögguna þegar hann og félagar hans höfðu verið að dreifa auglýsingum í verslunarmiðstöð án leyfis.

T-Mac: Tveggja leikja bann í mars 2001 fyrir að kýla Bobby Jackson, 10.000 dollara sekt

Allen Iverson: Vá. Það var mikil vinna að fara í gegnum upplýsisingarnar um hann. Ekki engill…. Hann hefur oft verið sektaður, settur í bann eða fengið ákúrur fyrir orðbragð og framkomu. Leikbann fyrir að mæta ekki á æfingar. Dæmdur í júlí 2002 fyrir að ógna fólki með skotvopni, þegar hann var að leita að konunni sinni í atburðarás sem vakti mikla athygli fjölmiðla. Hefur nokkrum sinnum verið handtekinn og hefur verið kærður fyrir að hafa mariuana undir höndum.

Jason Kidd: kærður í janúar 2001 fyrir að lemja konuna sína. Kærður fyrir að ráðast á mann sem vildi fá mynd af sér með honum í Dallas árið 1995. Dæmdur til að greiða 1.000 dollara sekt og settur á skilorð í 2 ár fyrir að stinga af frá áresktri árið 1994. Sektaður um 5.000 $ fyrir ósæmilega framkomu gagnvart áhorfendum í mars 2002.

Kenyon Martin: Hefur oft verið settur í bann vegna grófra brota.

Ron Artest: Janúar 2003; rústaði kvikmyndatökubúnaði fyrir 100.000 $ í bræðiskasti eftir að hafa tapað fyrir NY, þriggja leikja bann. Janúar 2003, fjögurra leikja bann fyrir ósæmilega framkomu gegn Miami Heat. Fjórum sinnum dæmdur í bann það sem eftir var tímabilsins.

Þetta eru all-stars leikmennirnir. Fyrir utan þetta eru topp leikmenn sem hafa lent í alls konar veseni, ótrúlega margir hafa verið teknir með eiturlyf, og náungar eins og Sprewell, Iverson, Shawn Kemp, Charles Barkley, Dennis Rodman og Rasheed Wallace væru efni í sér grein hver fyrir sig