Stjörnuleikurinn 2004 Þegar þessi grein verður samþykkt finnst mér mjög líklegt að það sé búið að loka fyrir kosningu í stjörnuleikinn, en þegar þetta er skrifað, mun eftir 8 tíma mun loka fyrir atkvæðagreiðslu, þ.e. kl. 24:00 á bandarískum tíma. Atkvæðin verða svo birt 29. janúar.
Seinustu tölur voru birtar 12. jan og þá hafði Air Canada, Vince Carter nokkuð örugga forystu, hann var tæpum 200.000 atkvæðum á undan Ben Wallace. Miðað við þær tölur sem þá voru gefnar út myndu byrjunarliðin vera svona:

Austrið
C: Ben Wallace 1.464.308 atkvæði
PF: Jermaine O'Neal 1.225.350 atkvæði
SF: Vince Carter 1.629.169 atkvæði
SG: Tracy McGrady 939.547 atkvæði
PG: Allen Iverson 1.332.327 atkvæði

Vestrið
C: Shaquille O'Neal 1.115.881 atkvæði
PF: Tim Duncan 1.272.767 atkvæði
SF: Kevin Garnett 1.305.540 atkvæði
SG: Kobe Bryant 1.333.262 atkvæði
PG: Steve Francis 727.103 atkvæði

Næsti maður inn í byrjunarliðið í Austrinu er Jason Kidd, hann er rúmum 100.000 atkvæðum frá T-Mac en í Vestrinu munar mjög litlu á Shaq og Yao Ming, aðeins 24.000 atkvæðum. Það verður gaman að sjá hvor verður með fleiri atkvæði, Shaq eða Ming, en eins og flestir vita eru þeir engir perluvinir eftir að Shaq gerði mjög svo misheppnað grín af honum fyrir stjörnuleikinn í fyrra.

En það sem ég ætla að fjalla um í þessari grein er hverja ég myndi velja í stjörnuleikinn. Þeir eru eftirfarandi:

Austrið

C: Ben Wallace
Það getur enginn neitað því að Big Ben sé besti centerinn í Austrinu. Hann er eini centerinn þar sem að önnur lið eru hrædd við að spila á móti. Ég meina, hverjir aðrir ættu vera þarna. Zydrunas Ilgauskas! Hann er ótrúlegur frákastari og blokkari og síðan stelur hann líka fullt af boltum. Og ekki spillir það einhverju að hann er byrjaður að taka mun meira þátt í sókninni. Auk þess finnst mér mjög gaman að horfa á hann spila. Tekur fráköst eins og brjálæðingur, ver skot upp í áhorfendapalla og þegar hann treður…ouch!!!

PF: Jermaine O'Neal
Það eru tveir menn sem koma til greina þarna, þeir Jermaine O'Neal og Kenyon Martin. Mér finnst Jermaine O'Neal frekar eiga heima þarna. Hann er kannski ekki mest áberandi leikmaðurinn en hann er bara svo góður, skilar alltaf sínu. Það er kannski best hægt að lýsa því með því að það lægsta sem hann hefur skorað í vetur eru 12 stig og hann hefur náð tvöfaldri tvennu í 26 leikjum, þriðja mesta í deildinni. Þetta er maður sem ég virði.

SF: Vince Carter/Ron Artest
Sko, ég get einfaldlega ekki gert upp á milli þessa tveggja. Vince Carter er ótrúlegur leikmaður. Hann er LANGBESTI troðarinn að mínu mati, enda hefur hann átt tilþrif vikunnar í 7 skipti af 11. En Ron Artest er sú týpa sem mér hefur alltaf líkað. Hann gefur sig allan í leikinn jafnt í vörn sem sókn, enda er hann talinn (ásamt Big Ben) besti varnarmaður deildarinnar. Hann hefur verið að brillera í vetur og ásamt J. O'Neal hefur hann komið Pacers á þann stall sem þeir eru nú á, með besta vinningshlutfallið í Austrinu.
Eins og ég sagði get ég ekki gert upp á milli þeirra tveggja og þess vegna set ég þá báða í þetta sæti.

SG: Tracy McGrady
Minn uppáhaldsleikmaður. Kannski ekki eins góður og í fyrra en þá var hann náttúrulega besti leikmaðurinn í deildinni. Hann er þó búinn að vera frábær upp á síðkastið og að mínu mati besti leikmaður janúar mánaðar enn sem komið er, en í janúar er hann búinn að vera með 33.2 stig að mtl. Alveg sama hvað aðrir segja þá tel ég hann eiga mun meira skilið að vera þarna heldur en Iverson.

PG: Jason Kidd
Besti pointarinn í dag er Jason Kidd. Svo einfalt er það. Stockton VAR kannski sá besti en hann er hættur. Það eru margir heimsklassa pointarar í deildinni, t.d. Starbury, Franchise, Payton og B. Davis, en J-Kidd er bestur af þeim. Mér finnst það sjálfgefið að hann sé þarna í byrjunarliðinu og er mjög ósáttur með að svo er ekki…heimsku ameríkanar.

Síðan verða náttúrulega einhverjir að vera á bekknum og ég myndi setja þessa á bekkinn í Austrinu.
Allen Iverson, Baron Davis, Stephon Marbury (já, hann er víst kominn til NY), LeBron James, Kenyon Martin, Shareef Abdur-Rahim og Eddy Curry í vara centerinn (einfaldlega þoli ekki Ilgauskas, Baby Shaq er mun skemmtilegri).


Vestrið

Center: Shaquille O'Neal
Þrátt fyrir að Yao Ming hafi álíka mörg atkvæði og Shaq kemst hann (því miður) ekki í hálfkvisti við Shaq. Það sást mjög vel í stjörnuleiknum í fyrra þar sem Yao skoraði aðeins 2 stig þrátt fyrir að vera í byrjunarliðinu. Hins vegar er Shaq, eða a.m.k. tel ég hann vera einn af 5 bestu centerum sem hafa spilað, með Abdul-Jabbar, Bill Russell, Chamberlain og George Mikan.
En aftur í nútíðina. Þrátt fyrir að vera í liði fullu af stjörnuleikmönnum hefur Shaq átt gott tímabil, 20 stig, 11,6 frá og 2,44 varin. Þetta eru tölur sem hæfa byrjunarliðsmanni í stjörnuleiknum og við skulum bara vona að þessir andskotans kínverjar hætti að kjósa Yao.

PF: Tim Duncan
Þrátt fyrir að vera ekki skemmtilegasti leikmaðurinn getur enginn neitað því að hann sé einn af bestu leikmönnunum í deildinni. Hann var valinn MVP í fyrra og hefur ekkert slakað á. Núna er hann 7. stigahæsti, 3. frákastahæsti og 4. hæsti í vörðum skotum. Enginn er betri en hann í low post hreyfingum, hann klúðrar einfaldlega ekki úr þessu spjaldið-inn skoti sínu. Síðan finnst mér hann persónulega ekki eins leiðinlegur leikmaður og öðrum. Hann gerir alla hluti svo vel, svo öruggt og fallega að mér finnst frábært að fylgjast með honum.

SF: Kevin Garnett
KG er að mínu mati leikmaður fyrri hluta tímabilsins. Hann hefur aldrei spilað betur, frákastahæsti og 4. stigahæsti. Hann hefur leitt Minnesota eins og herforingi og þeir eru með þriðja besta vinningshlutfallið. Hann var líka frábær í seinasta stjörnuleik og var valinn maður leiksins. Einn af mínum uppáhaldsleikmönnum og að mínu mati besti alhliða leikmaðurinn.

SG: Kobe Bryant/Peja Stojakovic
Hérna koma tveir til greina. Annars vegar Kobe Bryant sem er einn besti leikmaðurinn í dag. Stigahæsti leikmaður Lakers og átti ótrúlegt tímabil í fyrra. Hann sýnir líka frábær tilþrif á köflum og á mörg af flottustu tilþrifum sem ég hef séð.
Hinn leikmaðurinn er Peja Stojakovic. Hann spilar reyndar SF en getur spilað SG. Hann er bara búinn að eiga svo frábært tímabil í ár að mér finnst ég ekki geta sleppt honum. Hann hefur leitt Webberlaust lið Sacramento frábærlega og þeir eru með besta vinningshlutfallið í deildinni. Hann er að skora 25.1 stig og að hitta frábærlega hvar sem er á vellinum. Ég trúi ekki öðru en hann vinni mestu framfarir í lok tímabilsins.

PG: Sam Cassell
Þrátt fyrir að komast ekki einu sinni inn á topp 10 listann yfir flest atkvæði hjá bakvörðum í vestrinu er ég sannfærður um að Cassell eigi að vera hérna. Þrátt fyrir mörg góð tímabil finnst mér hann aldrei hafa spilað betur og hann og Garnett hafa myndað eitt sterkasta tvíeyki deildarinnar. Síðan hefur hann aldrei spilað stjörnuleik og mér finnst tími til kominn að hann taki þátt.

Þeir sem ég set á bekkinn hjá vestrinu eru:
Yao Ming, Brad Miller, Steve Francis, Steve Nash, Ray Allen, Zach Randolph og Dirk Nowitzki.


Þetta eru bara mínar skoðanir og ég er viss um að þið hafið einhverjar aðrar. Hverja viljið þið í stjörnuleikinn?