Lakers er nú á 7 útileikja ferð, ennþá án Kobie og Malone.
Fyrst léku þeir á móti Toronto og mörðu leikinn með einu stigi, í leik sem var með mjög vafasama dómgæslu. Í lokin var að mínu mati brotið á Vince Carter, en þeir allavega höfðu það.
Næsti leikur var á móti Indiana og þá vantaði bæði Jermanie O´neal og Shaq. Vængstífðir Lakers sáu aldrei til sólar í leiknum, skoruðu 26 stig í fyrri hálfleik, og enduðu í 13 stiga tapi.
Þriðji leikiurinn var á móti Cleveland, þar fóru Shaq með 37 stig og Payton með 30 stig, fyrir liðinu. Reynslumunurinn á liðunum hafði sitt að segja og Lakers unnu í framlengingu.
Svo mættu þeir 76´ers í gær. 76´ers höfðu tapað seinasta leik, á móti Cleveland, og Iverson gagnrýndi félaga sýna fyrir máttleysi og áhugaleysi í leiknum. Eitthvað virðast þeir hafa tekið við sér, og komu mjög ákveðnir inn á móti Lakers. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 25-10 og eftirleikurinn auðveldur. Niðurstaðan var 96-73 sigur 76´ers, versta tap Lakers á tímabilinu. Leiðtogar Lakers brugðust algjörlega, Payton var rekinn af velli stigalaus eftir 9 mínútna leik og Shaq var með óvenju lélega vítanýtingu, 3 af 15 (20%).
Iverson fór á kostum og skoraði 39 stig, 6 stoð og 2 stolnir, hann er búinn að ná 30 stigum í 5 af seinustu 6 leikjum sínum.
Næst leika Lakers á móti Orlando, og ættu að eiga ágætan möguleika á móti þeim. Svo mæta þeir Miami sem hefur tapað tveimur seinustu leikjum sínum, og seinasti leikurinn er á móti Houston, sennilega sá erfiðasti á ferðalaginu.
Þannig gæti ferðin 4-3, sem verður að teljast sæmilegt með hliðsjón af því hve marga menn hefur vantað. Þeir eru nú í 5. sæti í vestrinu, og með þessu áframhaldi siglir Denver bráðlega fram úr þeim.