Jæja, ég var að velta því fyrir mér að nú eru aðeins sex dagar í að Erópumeistaramótið í handbolta hefjist og þá finnst mér orðið´tímabært að við hristum aðeins upp í þessu og “störtum” skemmtilegum umræðum um mótið sem að þessu sinni verður haldið í Slóveníu.
Ísland spilar í C-riðli ásamt Slóveníu(heimamönnum), Ungverjalandi og Tékklandi. OG eru leikirnir eins og hér segir og mín spá:

22.janúar klukkan 19:30(að ísl. tíma) -Slóvenía-
Það er náttúrulega erfitt að spila við þá vegna þess að þeir eru á heimavelli en það er vonandi ekkert að vefjast alltof mikið fyrir strákunum “okkar” og ég held nú að þeir taki leikinn með svona 5-6 marka mun. Spurning hvaða tölur það verða, en ég giska nú á 32-27.

23.janúar klukkan 17:30(að ísl. tíma) -Ungverjaland-
Ég veit voðalega lítið um þetta lið en heyrði einhversstaðar að þeir væru slakari en Tékkarnir…
Ég held að þetta verði þokkalega erfiður leikur(ekkert 55-15 Ástralíu rugl ;)) en sem fyrr muna strákarnir vinna þetta, 28-22

25.janúar klukkan 17:30(að ísl. tíma) -Tékkland-
Það er sagt að þetta sé erfiðasta liðið í riðlinum en hver veit. Það fer mjög oft hvernig dagur er hjá liðinu. En ég spái Íslandi sigur í riðlinum og þar af leiðinni sigur í þessum leik, en þori nú ekki að fara með tölurnar :p

En nú langar mig endilega að heyra ykkar spár og hvað þið haldið svona um liðið.

-erlam89 =)