Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: NBA fréttir

í Körfubolti fyrir 20 árum, 1 mánuði
Iverson var löngu búinn að sanna sig áður en hann kom inn í NBA. Hann vakti mikla athygli í háskólaboltanum og fáir en þó sumir efuðust um Iverson sem skotbakvörð útaf hæðinni. Það er ekkert hægt að líkja Arenas við Iverson. Iverson er svo svívirðilega snöggur, með svo gott jafnvægi og stekkur svo fáranlega hátt.

Re: Bobcats

í Körfubolti fyrir 20 árum, 1 mánuði
Bobcats minnir mig bara á eitthvað háskólafótboltalið. Ég sé alveg fyrir klappstýrur í rauðum búningum syngjandi: “B-O-B-C-A-T-S, gooo Bobcats!”

Re: NBA fréttir

í Körfubolti fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það er reyndar alveg rétt að Arenas kom inn í NBA sem skotbakvörður. Hann var valinn númer 31 af GSW eftir að hafa verið aðeins 2 ár í háskóla. Hann hefði verið valinn fyrr, en hann þótti of lítill til að spjara sig sem skotbakvörður og of eigingjarn til að spjara sig sem leikstjórnandi. T.d. þá gaf Arenes 2 stoðsendingar í leik á sínum háskólaferli. Hann þykir reyndar hafa bætt sig mjög mikið sem leikstjórnandi en samt sem áður er hann langt frá því að vera pjúra leikstjórnandi. Ef hann...

Re: NBA fréttir

í Körfubolti fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég fer mjög varlega í að hrósa Gilbert Arenas. Miðað við leikstjórnenda er hann að reyna alltof mikið sjálfur og það er að gera samherja hans mjög pirraða. Hann virðist vera með skotbakvarða attitúd og ef hann væri ekki svona lítill þá væri hann kjörinn skotbakvörður. Ég er kannski svolítið hlutdrægur því hann fór frá mínu liði og ég var ekki sáttur við það. Washington eru með fínt lið og ættu ekki að tapa svona stórt gegn svona slökum liðum, sérstaklega þegar Arenas er að fá svona flottar...

Re: Arjen Robben til Chealse

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Chelsea er búið að kaupa Tékkann Petr Cech og hann er sko enginn gúmmítékki. Hann er efnilegasti markvörður heims í dag. Hann kemur eftir tímabilið og ef Cudici verður áfram þá mynda þeir sterkasta markvarðarparið í heiminum í dag, fyrir utan auðvitað Liverpool :-)

Re: Chris Webber\'s back

í Körfubolti fyrir 20 árum, 1 mánuði
Auðvitað er hægt að segja “Webber's back” án þess að vera tala um bakið á Webber. Það er til dæmis hægt að segja “he's back” og þá er ekki verið að tala um bakið á honum, heldur er verið að segja að hann sé kominn aftur. Webber's back = Webber is back

Re: !!!TRIVIAN!!!

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Vel af sér mikið! Mér lýst vel á þessar spurningar.

Re: Minnesota vann New Jersey

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Reyndar þá eru þetta met hjá NJ Nets í vetur. Spurs unnu “aðeins” 13 leiki í röð þarna um daginn. <a href="http://www.nba.com/features/nets_040225.html">http://www.nba.com/features/nets_040225.html</a

Re: Rookie Race

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Aðdáendur Dallas hafa ekki trú á að Jón verði lengi hjá Dallas, en þeir vita svo sem ekki allt. En þeir vita þó að Dallas hefur áður náð í svona unga bakverði en þeir hafa ekki verið lengi hjá liðinu, t.d. Mark Harrington. Jón er reyndar með 5 ára samning, sem er þó að öllu leyti í höndum Dallas. Það er aldrei að vita hvað gerist. Ef Dallas dettur í lukkupottinn og næla sér í ungan leikmann/leikmenn í draftinu þá getur verið að Jón detti úr liðinu á næsta tímabili. Árangur Dallas núna hefur...

Re: B. WALLACE

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Já, gaman að pæla í þessu. Ætli einhver hafi keypt Wallace treyjuna sem hann var með hjá Atlanta??

Re: Dani semur við Barcelona

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þess má geta að Drejer var að spila með háskólaliði í Florida, en hætti þar mjög óvænt á miðju tímabilinu og tók tilboði Börsunga. Háskólinn er víst alveg hoppandi yfir þessari ákvörðun Drejers.

Re: MVP í NBA hingað til?

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Duncan á auðvitað ekki skilið MVP núna framyfir Peja eða KG. En mér finnst Duncan vera næsti maður inn, ásamt Jermaine O'Neal og Baron Davis. Svona væri minn listi 1. KG 2. Peja 3. Duncan 4-5. Jermaine O'Neal og Baron Davis 6. Ansi margir leikmenn, t.d. Brad Miller, Sam Cassell, T-Mac, Shaq, Elton Brad, Jason Kidd og fleiri

Re: NBA ferð!!!!!

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Pétur er flottur kall. Hann hefur upplifað allar þessar stórstjörnur og hefur örugglega MARGAR sögur að segja frá. Sögur af Magic, Kareem og alla gömlu Lakers hetjunum, Clyde Drexler og Iceman.

Re: NBA ferð!!!!!

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
55 þ kall er ekki neitt fyrir þetta. Ég ætla að athuga fjárhaginn minn og athuga hvort ég megi við þessu. Afskaplega ólíklegt, en þetta er freistandi. En ég fer ekki nema ég nái að plata einhvern með mér.

Re: Isiah Thomas aktífur!

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Já, maður bjóst nú við að eitthvað svoleiðis yrði gert. Þá verða þeir í stöðu til að ná í tvær stórstjörnur og einhverja trúða með í skiptimynt. Gaman að fylgjast með þessu. Kannski að þeir semji bara við Sheed og reyni síðan að næla í stórstjörnu og trúða með.

Re: Stjörnuleikurinn

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
AK47 er rússnesk byssa og einn leikmaður NBA heitir í höfuðið á henni. Það er nógu mikið hint. Það er eiginlega fyndið hvað þetta þessi AK47 líking passar vel við þennan leikmann. Jamaal Magloire er ágætur leikmaður og er sennilega að sýna að hann er All star.

Re: Isiah Thomas aktífur!

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Margt skrýtið í þessu. Samningur Doleac sem er núna við Atlanta er út næsta tímabil og enginn option þar í gangi. Ætla Hawks menn að kaupa samning Doleac og henda honum út? Það gæti varla verið sniðugt. En aftur á móti, þá losnar hann kannski úr payrollinu þeirra, varðandi launaþakið. Ég er reyndar ekki viss um hvort það virki þannig. Enn eina ferðina bendir allt til þess að Hawks menn ætla að ná sér í einhvern STÓRAN leikmann til að byggja í kringum og búa til vinsælt lið sem fólkið í...

Re: Isiah Thomas aktífur!

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Gaman að Thomas. Sérkennilegt með hann og hvítt fólk. Virðist ekki vera of hrifinn af þeim. En án gríns, þá eru Tim Thomas og van Horn svona dæmi með heitu kartöfluna. Hún er svo heit að allir senda hana á milli sín. Ástæðan er súað þeir eru báðir frekar slakir, en fá báðir 12-15m $ á ári, sem er auðvitað fáranlega mikið. Tim Thomas er góður leikmaður, 27 ára á þessu ári og mjög fjölhæfur. Verður gaman að sjá hann hjá NY Knicks og núna fer maður svolítið að hugsa um framtíð Penny Hardaway....

Re: Stjörnuleikurinn

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þetta var góður leikur, mjög skemmtilegur. Gaman að sjá suma leikmenn, sérstaklega þá sem komu á óvart. Leiðinlegt að sjá aðra, sem skitu á sig, t.d. Paul Pierce sem ég þoli ekki. Flestir byrjunarliðsleikmennirnir léku í 23 mín eða meira, en Carter lék í 16 mín. En reyndar þá léku Austurmennirnir mjög jafnt. Það er ekki sjéns í helvíti að Rick Carlisle mundi fórna Ron Artest (sínum manni) til þess að Carter mundi spila meira. En sennilega hefur Carter ekki treyst sér til að spila meira. Það...

Re: Helstu nýjungar í Football Manager 2005

í Manager leikir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Já, maður hafði val í CM0304 hversu miklu maður vildi stjórna, t.d. með æfingarnar og fleira. Það var mjög gott. Þannig verður það líka með FM, maður getur hunsað suma þessa fítusa. En ég var að velta því fyrir mér hvort áherslan verði nokkuð of mikil á smáatriðin, eins og tíðkast t.d. í leikjum frá EA Sports og hinum og þessum manager leikjum. En ég held að ég þurfi samt ekki að hafa of miklar áhyggjur af því, enda eru þetta þaulvanir CM hönnuðir sem vita hvað CM aðdáendur vilja. En ef það...

Re: Helstu nýjungar í Football Manager 2005

í Manager leikir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Í sambandi við hæð og þyngd á leikmönnum, þá er ég sammála því að það væri góður fítus að hafa hæð og þyngd ef og aðeins ef sá fítus mun hafa eitthvað að segja og ef hann verður vel útfærður. Í CM0304 þá er þessi fítus í leiknum, en bara að mjög takmörkuðu leyti. Í editornum þá var hægt að breyta hæð leikmanna en aðeins örfáir leikmenn voru með hæðina og þyngdina. Í leiknum sjálfum þá kom aldrei fram hæð og þyngd og þessi fítus hafði ekkert að segja. En hjá þeim leikmönnum sem eru hávaxnir,...

Re: Helstu nýjungar í Football Manager 2005

í Manager leikir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Jú, vissulega er þetta ekki skjóskot úr sjálfum leiknum, en upplýsingarnar sem gefnar voru finnst mér benda til þess að það verða óþarfa upplýsingar með í leiknum. T.d. þetta með uppáhaldshreyfingu leikmanna og atvinnumiðlum starfsmanna. Mér finnst það alger óþarfi. En kannski þeir nái að setja þann fítus í leikinn á skemmtilegan hátt. En hver nennir að standa í því að setja auglýsingu fyrir scouta í einhver blöð? Síðan er spurning með alla þessa fítusa sem verða í leiknum, verða þeir ekki...

Re: Helstu nýjungar í Football Manager 2005

í Manager leikir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Er ég einn um að finnast þessi nýji FM leikur sé svolítið að líkjast TCM og þessum leikjum. T.d. þessar óþarfa upplýsingar um leikmennina, eins og mynd, hæð og Kg og síðan þessi uppáhaldshreyfing(?) leikmanna. Þessir hlutir koma leiknum nákvæmlega ekkert við og finnst mér vera ákveðinn leið til að reyna að fegra leikinn vegna þess að kannski sé hann ekki nógu góður. Ég vona samt ekki, en það er bara ein leið að komast að því hvort hann sé góður og það er að prófa hann. Ég hlakka mikið til að...

Re: Troðslukeppnin

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Chris Anderson kemur mér á óvart. Hann getur örugglega gert eitthvað hrikalega sniðugt, enda með með mikla hæð, langa handleggi og sennilega mikinn stökkkraft. Hann er síðan hvítasti leikmaður NBA fyrir utan Andrei Kirilenko. Fred Jones var í 2002 NCAA troðslukeppninni og varð í 3. sæti. Sé ekki hann fyrir mér gera neitt merkilegt. LeBron James er að tala um að hann vilji núna vera með í troðslukeppninni. Það væri gaman. http://sports.espn.go.com/nba/allstar2004/news/story?id=1731960

Re: Hawks og Portland skipta á mönnum

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Iverson er með samning til 2009. Kobe er með “player option” í samningnum sínum fyrir næsta tímabil, þ.e. verður í þeirri stöðu fyrir næsta tímabil að geta annaðhvort klárað það tímabil með Lakers eða fara frá liðinu fyrir engan pening. Einnig er Steve Nash með player option fyrir næsta tímabil, en talið er nánast öruggt að hann verði áfram. Atlanta verður vissulega í góðri stöðu varðandi launaskránna, ef þeir ætla ekki að framlengja við Wallace, Person og Jason Terry. Skv. mínum heimildum...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok