Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ibwolf
ibwolf Notandi frá fornöld Karlmaður
352 stig

Re: Muse??????????????

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Mér fannst það einstaklega fyndið að Star Trek rithöfundar skildu skrifa um skort á andgift :)

Re: Guð forði okkur frá endalausum tímaferðalögum!

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það kemur kannski ekkert á óvart að það skuli vera tímaferðalög í ENT í ljósi þess hver leikur skipherrann ;)

Re: Guð forði okkur frá endalausum tímaferðalögum!

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Tímaferðalög eru líka mjög svöl EF þau eru vel útpæld en ekki endlaust þvaður eins og þau gjarnan eru í Star Trek. Dæmi um flott tímaferðalög má t.d. finna í B5. Þættirnir Babylon squared (Season 1) og War Without End (part 1&2) (Season 3). Þættirnir fjalla báðir um sama atvik en frá ólíkum sjónhornum og var hugsað fyrir þeim alveg frá upphafi. Alveg brill. Tímaferðalög í ST eru yfirleit full af götum og lítið varið í conception en stundum ágætis grunnsaga (svo sem First Contact).

Re: Panta DVD frá útlöndum

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þá er það væntanlega spurning um heppni…. Einhverjir linkar?

Re: Og svarið er

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Á DVD mynddiska leggst 10% tollur, 24,5% VSK og þú þarft að borga Íslandspósti fyrir að gera tollskýrslu ef þú treystir þér ekki til þess sjálfur.

Re: Seinnasti þáttur

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég hætti að horfa á hann strax og sá að hann stefndi rakleiðis í rugl.

Re: The Others

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég fór á Undirtóna forsýningu á myndinni í gær og var virkilega ánægður með hana. Þetta er ein af þessum sjaldgæfu ‘hrollvekjum’ sem beita ekki hamagangi og látum eða ódýrum brellum til að vekja hjá manni hroll. Hrein sálfræði. Þeir sem sækja mest í hasar og læti munu verða fyrir vonbrigðum en þeim sem langar að sjá vel skrifað, vel leikna, vel leikstýrða hrollvekjumynd verða það ekki. Gef henni 8/10. Og mæli sterklega með henni.

Re: Smárabíó - viðvaningar

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
'Byrjunarörðugleikar' … Ég fór í Kringlubíó þegar það opnaði fyrst (annan sýningardag) og minnist þess ekki að nein vandamál hafi komið upp á þeirri sýningu. Það er ekki alveg sanngjarnt gagnvart fólki sem er búið að borga 800 kr til að sjá bíómynd að myndin sé sýnd í ómyrkvuðum sal eða að myndina hreinlega vanti á köflum eins og einn kvartaði yfir. Ég hefði sjálfur gengið út og heimtað endurgreiðslu….

Re: FarScape, flottir þættir!

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
“2 season er horror” Bull og vitleysa. Ég var að horfa á spólu 2.9 (þættir 19 og 20 held ég) og verður þeim á engan hátt líst sem ‘horror’. Reyndar byrjaði season-ið ekki eins vel og það fyrsta endaði en var þó búið að ná sér á gott strik um miðbik. Sér í lagi ‘Look at the princess’ þríþáttungurinn! Og þetta er ekki ástralskur þáttur. Hann er amerískur (framleiddur af SCI-FI sjónvarpsstöðinni) en tekinn upp í ástralíu (framleiðendur og handritshöfundar vinna í USA). Í augnablikinu er season...

Re: Star Gate

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég hef nú ekki lagt í að kaupa þá en ég leigi þá jafnóðum og þeir berast í Nexus. Ég elskaði bíómyndina en verð að viðurkenna að mér þótti lítið til þáttana koma þegar ég sá þá fyrst. Sem betur fer ákvað ég að gefa þeim aftur séns núna í vor og snar snerist hugur með þá. Er nú þeirrar skoðunnar að einungis B5 og Farscape standi þeim framar. Minnar mann einna helst á TNG þegar það var upp á sitt besta.

Re: ENT 1x01 & 1x02 - Broken Bow | ENT 1x03 - Fight or Flight

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Nú hef ég bara séð Broken Bow en ég verða að segja að þessi sería lofar mun betra en Voyager gerði á sambærilegum tímapunkti. Fannst ég reyndar lítið kynnast áhöfninni. Eflaust verður bætt úr því seinna en það var allavega engin sem fór í taugarnar á mér. Þá virðist Bakula spjara síg ágætlega sem skipherra. Það eina sem fór virkilega í taugarnar á mér var fjandans lagið yfir opnunar ‘kreditunum’….

Re: Legend of the Rangers serie?

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þetta er í raun ekkert nýtt. Eina sem kemur fram þarna er að EF Rangers verður að seríu (sem maður er vitaskuld að vona) þá mun hann þurfa að hætta í Dawson's Creek.

Re: Nýr Trailer

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jamm, eins og maður hafi ekki verið nógu spenntur fyrir :)

Re: ENT á Íslandi? (ekki spillir)

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það hafa nú ekki allir mikla og góða bandvídd. En líklega mun ekki líða á löngu þangað til hægt verður að leigja ENT þætti í Nexus . . . allavega ef þú ert með NTSC video tæki.

Re: allt í góðu lagi, nema þó...

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 8 mánuðum
“allar aðrar seríur” gæti átt við sci-fi svona almennt. B5 og Farscape hafa t.d. bæði “ræðu” í byrjun. Þetta er þó rétt að þetta er langt frá því algilt.

Re: Fasista hugsjónin í Star Trek

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Hehe, það er nú svolítið til í þessu hjá honum.

Re: 50 bestu myndir allra tíma

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það sárvantar Monthy Phyton and the Holy Grail. Ein alfyndnasta mynd sögunnar.

Re: Varðandi Star Trek þætti á DVD

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ef vel er að verki staðið þá gæti þetta orðið peninganna virði.

Re: Þáttur 6x16 - Collective - Umræða

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Hugmyndabankinn þeirra var greinilega orðin gersamlega gjaldþrota. *sigh* Betra að kíkja í Nexus og taka nokkra gamla TOS eða TNG þætti til að horfa á aftur frekar en að eyða tíma í þetta.

Re: Textpad: the code must be pure

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Textpad er snilld. Gæti ekki hugsað mér að vinna í vefsíðum án hans (JSP mestmegins).

Re: Austin Powers: Goldmember

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Skv. Upcomingmovies.com er væntanlegur útgáfudagur July 26th, 2002. Væntanlega er 2006 stafsetningavilla hjá Indy….

Re: Tim Burton

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Burton er góður. Beetlejuice var alger snilld og ein sú fyrsta mynd sem ég sá í bíó án þess að mamma og pabbi kæmu með. Batman myndirnar hans eru einnig snildarverk og tókst honum að endurskapa hetjuna. Bara verst að Schmacher skilda hafa rifið Batman aftur niður. Ég kunni lítt að meta klippikrumluna, höfðaði hreinlega ekki til mín og sömu sögu er að segja af Ed Wood. Kannski er það bara ofnæmi mitt fyrir Depp en þær hlutu aldrei náð fyrir mínum augum. Mars Attacks! er hinsvegar að mínu mati...

Re: Monkey planet : stórkostleg mynd

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég tók mig til og horfði á upprunalegu myndina í gær (eftir að hafa séð þá nýju um síðustu helgi) og komst fljótt að þeirri niðurstöðu að sagan í henni væri mun útpældari og “beittari” heldur en í útgáfu Burton's. Nýja myndin er vel gerð og leikin. Flott kassastykki og frábær afþreying EN hún mun aldrei ná því að verða klassísk eins og sú upprunalega. - ibwolf

Re: "Í einni andrá"

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hugmyndin bak við þetta er ekki slæm EN þeir snéru þessu alveg við. Mikil þyngdarkraftur/hár hraði (eins og var á plánetunni) leiðir til þess að tíminn líður <b>hægar</b> en ekki hraðar. Auk þess myndi “time dilution” áhrifin breytast jafnt og þétt og með fjarlægt frá miðju massans og í samræmi við hraðann (atriðið þegar þau koma um borð í skipið meikar m.ö.o. ekkert “sens”).

Re: "Í einni andrá"

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Nokkuð góður þáttur (sérstaklega af Voyager). Hann átti hinsvegar lítið skilt við vísinda<i>skáldskap</i>. Vísinda-fantasy væri nær lagi. Það þarf þó ekki að vera slæmur hlutur…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok