Ég sendi Laufeyju Guðjónsdóttur, innkaupastjóra erlends efnis hjá RÚV, fyrirspurn um ST:ENT sem var á þessa leið:

Sæl Laufey,

þar sem ég er mikill aðdáandi Star Trek langar mig að vita hvort að RÚV ætli að taka til sýninga nýju Enterprise þættina sem er nýbyrjað að sýna vestanhafs? Maður er að vona að svo verði, að niðurskurðurinn þurfi ekki að koma niður á uppáhaldsþættinum manns.

Kveðja,
Arnór

og svarið var svona:

Kæri Arnór,

Trekkarar leynast víða! Þakka þér ábendinguna, en það er ekki komið á hreint ennþá hvort við verðum með þættina og líklega munu þeir ekki komast í ísl. sjónvarp fyrr en einhvern tíma á næsta ári, ef…

Bestu kveðjur,
Laufey

Þar hafiði það!
——————————