Já góðan og blessaðan… daginn?

Ég gjörsamlega þoli ekki þegar fólk er að tala um kvikmyndir, eins og Planet of the Apes 2001, og geta ekki rökstutt mál sín.
Ja t.d eins og hann Kaffikall sem segir ekkert annað en “Þessi mynd var sori og þið eruð fífl!” ( BTW Bjöggi þetta er ég hann Siggi! ) Þannig að, ég ætla að koma með góð rök fyrir því afhverju mér fannst Planet of the Apes gamla OG nýja vera stórkostlegar.
( og sjáum hvort að Kaffikall geti gert slíkt hið sama! ) Ahem…

Ég sá Planet of the Apes gömlu fyrir Ja, hálfu ári síðan, og þar sem að ég fíla allar ádeilumyndir, og myndir sem vekja upp spurningar og kannski endurspegla samfélag okkar, þá gat ég ekki annað en elskað þessa mynd. Og taldi þetta vera með betri myndum sem ég hef séð. Nú fyrir skömmu sá ég nýju myndina í Bíó, og kolféll fyrir henni. Ath. Ég var búinn að vera með miklar efasemdir um gæði þessarar myndar, en hún reyndist vera alveg jafngóð og sú gamla. Byrjum á leikurunum. Mark Wahlberg, góður leikari, ég get ekki sagt annað og ég var mjög ánægður með hann Marky Mark okkar, hann var ekki eins ánægður með sjálfan sig og hann Charlton. Helena Bonham Carter, súperleikkona í einu orði, alveg frábær í öllu sem hún gerir og hún kom út sem einn besti characterinn í myndinni. Tim Roth sem Thade… Besti character EVER! ( nei nú ýki ég! ) Tim lék General Thade ótrúlega vel, og hann var svo illur að annað eins hefur aldrei sést, besti vondi gæi sem komið hefur í kvikmynd ( fyrir utan Svarthöfða!! ).
Svo voru margir frábærir leikarar, sem stóðu sig allir með prýði, nema Estella Warren - sem að var í einu orði ömurleg! En það var allt í lagi. Michael Clarke Duncan ( svertinginn í Green Mile )
Var magnaður sem besti vinur Thades. Maður var hræddur við þennan gaur, svo var hann svo viðbjóðslega trúaður… gerði hann soldið sérstakan. Þannig að ég var hæstánægður með leikaraval. SPOILER framundan. Byrjunin á nýju myndinni var miklu betri en í gömlu fannst mér, að sýna Nasa-simpansana í búrunum sínum var stórgott, og varð skiljanlegra þegar maður sá að þaðan höfðu aparnir á Plánetunni komið. Fyrst hélt maður að þetta væri bara verið að sýna hvernig við förum með apa í dag ( og í framtíðinni ) Koma með svona paradox, en annað kom á daginn. Og að láta það vera Leo að kenna að aparnir lentu þarna, var einfaldlega glæst. Þegar að svo apinn lenti í miðjum bardaganum- það var snilldaratriði ( fyrir ykkur sem segja “öö Asnalegt, líklegt að fokking apinn myndi lenda akkurat í miðjum bardaganum HAHAHA” þá vitiði það að apinn var þjálfaður í að snúa ávallt heim til Oberon, og þegar Leo ræsti skipið við, þá gat hann fundið merkið frá skipinu! ) bæði vegna trúarlegra ádeilna sem þetta atriði vekur upp, Górillan sem hélt þetta væri Semos ( apaguðinn ) að snúa aftur, og besti vinur hans Thade, sem vissi nákvæmlega hvað var að gerast. Og svo gerði þetta honum Leo okkar kleift að snúa heim til Jarðar, með því að fara á skipinu sem apinn lenti á. Atriðið sem Thade lokast inní klefanum í Oberon með byssuna er ótrúlegt, ég meina hvílik dramatík! Allir búnir að yfirgefa hann, allt út af honum “Semos” sem að Thade drap næstum því með því að fleygja honum á klett. Ok, aparnir og mennnirnir verða vinir, Leo flýgur heim, og allt endar vel.
Nema þegar Leo kemur heim til sín, lendur hann miraculously fyrir framan Hvíta Húsið ( afhverju skildi það vera?! ) og sér styttu af engum öðrum en Thade, semsagt nákvæmlega eins styttu og er til af Forsetanum, Leo lýtur út, og sér nákvæmlega eins samfélag og er í dag, löggubílar þjóta að honum, og apar í nákvæmlega eins búningum og löggan í okkar samfélagi er í, kemur og ætlar að handtaka hann,
stuttu seinna koma blaðamanna-apar og taka myndir af honum. Allt þetta án nokkurrar skýringar! Afhverju? ádeila. Samlýking og ádeila. Ekkert annað, og ef þið sjáið ekki djókið í þessu, þá eruð að taka þetta alltof alvarlega, og horfið ekki á þetta nógu súrrealískum augum ( sorrí ég tala bara svona ).
Gamla myndin var einfaldlega barn síns tíma, Kjarnorkuádeilan var í fullum gangi, og fólk var að átta sig aðeins á stöðu mála.
í dag er engin kjarnorkuádeila. Okkur er alveg sama í dag.
En aðal ádeilustríð Jarðarbúa í dag, er í rauninni um okkur sjálf, ekki heiminn í kringum okkur, þó að við sjálf séum afleiðing af heiminum sem við búum í, þá er hann ekki endilega afleiðing af okkur. Ég vitna í Fight Club: “We have no great war, there is no great depression, our war is a spiritual one, our great depression is our lives.” æ ég veit ekki, þetta eru kannski engin rök fyrir afhverju mér finnst Planet of the Apes góð, mér bara finnst það, og mér sem persónu, ætti að fá að vera kleift að finnast það, án þess að vera kýldur í magann af vini mínum…