FarScape eru áströlsk þáttaröð sem gerist í útgeimi. Ég hef verið að horfa á fyrstu þáttaröðina og ég er húkkaður. Það er verið að sýna núna 5 þáttaröðina í sjónvarpi erlendis, t.d. á BBC 2. og mörgum kapalstöðvum.
Þessir þættir eru eins og góð framhaldssaga, varla má missa úr þátt, þeir tengjast allir innbyrðis á einn aða annan hátt.
Í stuttu máli er sagan svona: John Crichton, geimfari, er að sannreyna nýja kenningu sína hér rétt fyrir utan gufuhvolfið. Þá opnast ‘wormhole’ fyrir framan geimskutlu hans og hann sogast inn.
Hann kemur út einhversstaðar í útgeymi og lendir þar í miðjum bardaga á milli flóttamanna og hinna illu ‘Peacekeepers’. Hann lendir svo með flóttamönnunum á flótta undan brjáluðum yfirmanni í flota ‘Peacekeepers’.
Flóttamennirnir eru á ‘leviethan’ skipi, Moya, sem er í rauninni lifandi geimskip, og í þokkabót ófrískt! Tja, tækninni fleygir fram..
Það eru 22 þættir í fyrstu þáttaröðinni, sumir hreinasta snilld, en aðrir ekki eins góðir, en í heild er þáttaröðin snilld!
Fyrsta þáttaröðin er komin á DVD diska, 2 þættir á hverjum. Þeir kosta því og nú ver og miður allt of mikið. Hægt er að nálgast þessa diska á www.blackstar.com og er hægt að borga þá með creditkorti. Samt er þeir hverrar krónu virði og skil ég ekki af hverju þessir þættir eru ekki sýndir hér heima.
Þáttaröðin er unnin í samvinnu við Jim Henson Studios, meðal annars vegna þess að tveir af áhöfninni á Moya eru ‘prúður’, Pilot og Rigel.
Nánari heimildir um þættina er að fá á: www.farscape.com. Þar er fjallað um alla áhafnarmeðlimi og Moya sjálfa og seinna afkvæmið, sem var að ‘fæðast’ í síðasta þætti sem ég horfði á.
Bara eftir að horfa á 2 þætti úr fyrstu seríu(sniff), en ég hef fundið stað þar sem ég get downloadað næstu seríu. nammi. Úff, kvíði samt fyrir því, sú sería er alls tæp 16Gb..
Ef þið getið nálgast þessa seríu, þá er það ómaksins virði, ég gef henni mín bestu meðmæli.(hvers virði þau eru svosem)
All is well as ends Better. The Gaffer.