Kallinn sá hefur leikstýrt margri góðri myndinni. Fyrsta mndinn hans sem skaut honum uppá stjörnuhiminin var Bjöllusafi á íslensku (góð þýðing) sem er víst þrusugóð en ég hef ekki séð hana.

Eftir Beetlejuice kom batman sem er snilldin eina! Michael Keaton ólíklegur batman en þó sá besti og jack nicholson snilld sem joker aðalóvin batmans, samt synd að hann dó í fyrstu myndinni.

Hann leikstýrði einnig batman: returns slakari en eitt en betri en hinar 2. Þegar Michelle Phifer (hef ekki hugmynd um hvernig það er skrifað) sem lék catwoman skar gaurinn í andlitið þá fór ég í þvílíkt sjokk enda var ég bara 6 eða 7 ára þegar ég sá hana. En það er snilldaratriði í kvikmyndasögunni.

Einnig hefur hann leikstýrt brúðumynd sem kallast the nightmare before x-mas, ójólalegustu jólamynd sem hefur verið gerð. Yfir
henni fríkaði ég líka út var á svipuðum aldri og þegar ég sá B:R. En samt er hún uppáhaldsjólamyndin mín.

Og nokkrum vælumyndum hefur hann pungað út. Ber þar hæðst að nefna edda klippikrumlu. Ein fallegasta mynd sem ég hef séð og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Jhonny Depp sýnir besta leik sinn fram til þessa. Eina myndinn sem ég hef tárast yfir.

Plús bestu mynd byggð á ævisögu. Ed Wood. Jafnvel þótt að þetta var versti leikstjóri allra tíma er þessi mynd snilld. Jhonny Depp endurnýjar kynni sín við tim og sýnir ágætis leik.

Og núna næst nýjasta myndin hans. Sleepy Hollow. Þótt myndinn sjálf er ekki sú besta í heimi er heildar lúkkið yfir öllu snilld. Vindmyllan og tréð eru frábært. Einnig má sjá dansgarpin Christofer Walken sem hauslausa hestagaurinn eftir að hann fær haus.

Nýjasta myndin er endurgerð á gömlu apapláhnetunni. Misblendnar skoðannir eru á henni en þar sem að ég hef ekki nennt í bío uppá síðkastið hef ég ekki séð hana.

Margir eru að reyna að nefna besta leikstjóra allra tíma. margir nefna Spielberg, Kubrick, O.s.frv. Ég hef þá skoðun að tim er sá besti. Hann hefur ekki gert eina mynd sem mér hefur leiðst yfir þó ég get ekki sagt það um spielberg þar sem jurassic park 2 var hundleiðinleg og ekki var eyes wide shut hans kubrick betri.