Já. Ég náði þessu ekki þar sem ég er ekki í menntaskóla, aðeins gemlingur í gaggó ennþá! :) En þótt ég fari aðeins helming leiðarinnar á tímaeiningu (t.d. ef ég fer fyrst 1 metra á sek., svo hálfan, 1/4 o.s.frv.) þá held ég stöðugt áfram. Ég get farið áfram endalaust, þótt að hornið sé endanlegt. Þannig að, Miðgarður og allir hinir sem voru sammála honum, þá hlýt ég á endanum að komast á leiðarenda, sama hvað hornið er stórt eða langt. Bara ef það er ekki óendanlegt. Þessvegna spurði ég...