Jæja, þar sem ég er hestamaður verð ég beinlínis að svara þessum spurningum. 1. Af hverju ertu í hestamennsku? -hvað er að þér? Þetta er hættulegt, tímafrekt, lyktar illa og fok dýrt í ofan á lag. Svar: Jú, þetta er fullkomlega þess virði. Hestarnir 2 sem ég á eru báðir miklir vinir mínir og góðir reiðhestar sem minnkar “hættuna”(hver sem hún er) til mikilla muna. Það getur verið frábært að vera á hestbaki úti í sveit á sumrin(þar sem hestarnir mínir eru í haganum) og ríða uppí sumarbústað,...