Ég ætla að segja ykkur frá áhugaverðri bók sem keypti í lítilli bókabúð i Oxford, Englandi. Hún heitir ´An introduction to Elvish´ og af henni má læra að skrifa og tala Quenya, Sindarin, the black speech og fleiri ókláruð tungumál.
Í bókinni er kennt að skrifa Álfa tungumál með álfaskrift( ekki með venjulegum stöfum). Ég hef reynt að læra eitthvað af henni en bókin er mjög flókin, til dæmis þessi hljóð merki sem segja manni hvernig á að bera orðið fram. Margar málfræðireglur í Sindarin og Quenya eru byggðar á finnsku og velsku, sem voru þau mál sem Tolkien hreifst einna mest af. Þessi bók inniheldur allt sem þú þarft að vita um öll þau tungumál sem Tolkien bjó til, það er meira að segja lítil Álf-ensk, ensk-álf orðabók í henni. Það er ekki mikill munur á milli Quenya og Sindarin, tökum til dæmis orðið ´blár´ :
QUENYA: SINDARIN:
luinë luin

Smá skemmtileg staðreynd hér, í bókinni var Legolas nefndur Legolas Greenleaf, en Legolas þýðir í raun Greenleaf, gaman að vita þetta, ekki satt?

Ef þið hafið áhuga á að kaupa þessa bók , þá verðið þið víst að fara til Oxford eða finna hana á netinu, því ég held að hún sé í mjög takmarkaðri dreifingu.

Og að lokum segi ég á Quenya, namárië (farewell). :)
——————————