Á góðum sumardegi fer littla telpan með móður sinni í ferð niður
að tjörn. Þar endur, svanir og fiskar að éta brauðið sem fólkið
gefur þeim. Telpunni langar að líka að gefa dýrunum brauð svo hún
tríttlar að bakkanum með brauð í poka. Ein lítil sæt önd kemur
syndandi til hennar og starir á hana biðjandi augum. Öndin hafði
ekkert fengið hinu meginn því hún var svo lítil og þá átu hinar
endurnar, svanirnir og fiskarnir allt frá henni. Telpan ákvað þá
að gefa Öndinni brauðmola. Öndin var alsæl og át bitan. Þegar hún
hafði lokið við hann synti hún alsæl til og frá. Telpan gaf
öndinni meira og öndin át með bestu list. Þegar allt var búið fór
telpan heim og öndin kvakaði í kveðjuskyni. Daginn eftir kom
telpan aftur að tjörninni með brauð. Gaf öndinni og öndin þakkaði
fyrir sig á fallegan máta. Þetta endur tók sig dag eftir dag og
telpan var búin að nefna öndina, þau voru eins og perluvinir. Nema
einn daginn gerðist dálítið sérstakt. Telpan fór niður að
tjörninni með brauð eins og fyrri dagana og byrjaði að gefa
öndinni. Öndin byrjaði að borða og kemur alltíeinu fiskur
syndandi. Þessi fiskur hafði verið hinu meginn að reyna að fá mat
en gekk greinilega ekkert. hann stak hausnum uppúr vatninu og
starði á telpuna og bað um brauð. Telpan sem sá ekkert athugavert
við að gefa fleirum reif bita af brauðhleifnum og rétti út
hendina. Þegar fiskurinn ætlaði að hoppa upp og grípa bitana kom
öndin flanandi alltíeinu á fiskinn. Fiskurinn skolaðist burtu frá
bitanum og öndin tók hann og át í staðinn.

Endir

Sagan endar frekar snöggt og hálfkláruð í raun en endirinn getur líka verið á margan hátt. Hugsaðu út frá þinni reyslu, hvernig hefði þetta endað? Hvernig ætti þetta að enda? Og afhverju brást öndin svona við?

Þessi saga er einfölduð útgáfa af hluta nútímaþjóðfélags og er hún sjónarhorn á siðferðisspeki.