Hér ætla ég að segja frá hvernig hinir níu meðlimir föruneytisins enduðu dvöl sína á Middle-Earth, þetta er flest allt þýtt upp úr aukaefninu í enda ROTK en annað skrifa ég eftir minni. Ég nota tímatalið sem var notað í The Shire en ég er ekki viss á hvaða öld þetta gerist þar sem ég veit ekki hvernig aldrinar skiptast í The Shire. Þannig að þegar að ég tala um aldir þá er ég að nota tímatalið í Gondor. En athugið að þeir sem hafa ekki lesið allar þrjár bækurnar ættu ekki að voga sér að lesa það sem stendur hér neðar í greinni.


***ATH. Þetta eru spoilerar fyrir þá sem hafa ekki lesið LOTR***



***ATH. Þetta eru spoilerar fyrir þá sem hafa ekki lesið LOTR***



***ATH. Þetta eru spoilerar fyrir þá sem hafa ekki lesið LOTR***



***ATH. Þetta eru spoilerar fyrir þá sem hafa ekki lesið LOTR***

Frodo tókst að eyða Hringnum og komst á endanum heim í The Shire. En fór frá heimalandi sínu vegna þess að hann var særður af stungu Nazgúlanna og eitri Shelob og fór hann ásamt Gandalf, Elrond, Bilbo og Galadriel vestur yfir hafið og endaði þar með dvöl sína á Middle-Earth. Frodo fór 29.september , 1421.

Gandalf silgdi líka vestur yfir hafið ásamt Elrond, Galadriel og hringberunum tveim en við brottför hans komst líka í ljós að hann bar einn af álfahringjunum þremur, Narda. Hann fór á sama tíma og Frodo; 29.september 1421.

Aragorn var krýndur konungur yfir Gondor og hann giftist Arwen í Minas Tirith. Hann, Legolas og Gimli voru þeir síðustu af föruneytinu til að látast eða fara frá Middle-Earth. Aragorn lést 1.mars 1542.

Sam giftist Rose 1.maí 1420. Hann eignast síðan dóttur,Elanor hin fagra, 25.mars árið 1421 og má nefni að þann dag hófst 4.öldin í Gondor tímatalinu. Þegar að Frodo fer, fylgir Sam honum að The Grey Havens og kveður hann þar. 1427 tekur Sam við borgarstjórahlutverkinu af Will Whitfoot. Seinna eignast hann aðra dóttur, Goldilocks og 1434 er Sam aftur kosinn borgarstjóri. Seinna kemur Aragorn norður og gefur Sam stjörnun Dúnedain, 1441 verður Sam kosinn borgarstjóri í 3. Skipti. Seinna fara Sam, konan hans og Elanor í heimsókn til Gondor og eru þar í eitt ár. 1448 verður Sam borgarstjóri í 4. Skiptið og 1455 er hann kosinn borgarstjóri í 5.skipti, Sjö árum seinna(1462) verður hann borgarstjóri í 6.skipti og 1469 verður hann borgarstjóri í 7. og síðasta skiptið og var þá orðinn 96 ára. 1482 lést konan hans, Rose, og hann fer frá The Shire og til The Grey Havens og fer þaðan frá Middle-Earth, síðastur hringberanna.

Boromir varð hluti af föruneyti Hringsins í Rivindell og ferðaðist með því í gegnum mörg erfiði og vandræði en lést nálægt Parth Galen við að verja hobbitana Pippin og Merry. Hann var eldri sonur Denethor en hann átti yngri bróður að nafni Faramir.

Pippin giftist Diamond of Long Cleeve árið 1427. Þremur árum seinna(1430) eignast Pippin son, Faramir. 1434 var Pippin gerður ráðgjafi borgarstjóra Konungsríki-Norðursins(er ég eitthvað að ruglast hér?(það stendur í bókinni: Mayor Counsellors of the North-Kingdom ). Faramir, sonur Pippin giftist Goldilock, dóttir Sam, árið 1463. 1484 fóru Pippin og Merry frá The Shire og sáust aldrei aftur þar. En sagt er að þeir höfðu komið til Gondor og eytt þeim árum sem eftir voru af ævi sinni þar, þar til þeir létust og voru þeir þá lagðir í Rath Dínen meðal hinum miklu af Gondor.

Merry, kallaður hinn mikli, verður “master of Buckland”(veit ekki hvernig ég á að þýða) árið 1432 og Éomer og Éowyn senda honum miklar gjafir. 1484 fóru hann og Pippin frá The Shire og sáust þeir þar aldrei framar. Það er sagt að Pippin hafði verið með konungi Éomer áður en hann dó um haustið það árið. Hann lést í Gondor og var lagðu ásamt Pippin í Rath Dínen.

Legolas og Gimli skoðuðu saman Glittering Caves og Fangorn, eins og þeir höfðu lofað hvor öðrum að gera. Síðan heyrðist ekkert meira um þá fyrr en 1541 en þá byggði Legolas skip í Ithilien og silgdi niður Anduin og yfir hafið; og með honum, er sagt, hafi farið Gimli og þá var allt föruneytið komið að enda á Middle-Earth.