Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: CHANGER - SCENES

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
YEAH!!!

Re: ROKKVEISLA Í REYKJAVÍK FYRSTU HELGINA Í MARS!

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
:) …Ekki það að maður hafi verið fúll útí þig eða aðra sem komu að skipulagi tónleikanna… mér finnst þú (þið?) vera að gera frábæra hluti! Frekar er maður pirraður útí fólk fyrir að kunna sér ekki hóf… mér finnst þetta bara vanvirðing við sveitir sem eru að ferðast milli landa til að flytja efni sem þeir hafa lagt blóð, svita og tár í… En ég ætla samt pottþétt að mæta!!! ;D

Re: Lögin sem breyttu lífi mínu

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Tjah, það sem ég man núna… 6 ára Europe - The final countdown 8 ára Jeff Wayne - The eve of the war 10 ára Metallica - Master of puppets AC/DC - Back in black Deep Purple - Perfect strangers Dio - Sunset Superman 11 ára Guns n´ Roses - Welcome to the jungle Testament - Trial by fire Megadeth - Holy wars… the punishment due Nirvana - Smells like teen spirit 12 ára Iron Maiden - Seventh son of a seventh son Alice In Chaines - Would? 13 ára Queen - Bohemian rhapsody Helloween - Future world...

Re: ROKKVEISLA Í REYKJAVÍK FYRSTU HELGINA Í MARS!

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ja hérna, þetta er alveg frábært! Gaman að íslensku metal-böndin fái loks tækifæri, löngu kominn tími á að Changer meiki það! ;) En ég verð að segja að mér finnst það mistök að hafa tónleika á Grand rokk á þessum tíma, þ.e. 23:00… þetta þýðir að þegar upphitunarböndin eru búin að spila er klukkan væntanlega orðin rúmlega tvö, og fólk annaðhvort farið eða orðið það blindfullt að það tekur ekki eftir því að það sé hljómsveit á sviðinu. Þetta fannst mér allaveganna stór galli á Týr/Freak...

Re: Fantômas - Sovnd Specimens From the Mvsevm

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég biðst afsökunar, lagið heitir ‘Svrgical sovnd specimens from the musevum of skin’ …las það einhversstaðar í viðtali við Trevor Dunn að lagið héti Delirium cordia en það virðist vera vitleysa, miðað við hvað allir miðlarnir segja.

Re: Í tilefni 42 ára afmælis Axl Rose!

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Frábær grein!!! …en með Chinese Democracy, þá er ég farinn að halda að hún muni aldrei koma út! :/ Svo skil ég ekki alveg hvað Slash, Duff og félagar eru að pæla að fá Scott Weiland í Velvet Revolver! …ekki misskilja mig, Weiland er frábær söngvari, en maður hefði haldið að menn myndu læra af reynslunni eftir allt þetta bull með Axl Rose… því Scott Weiland er litlu skárri og hefur þegar tekist að rústa einni frábærri sveit!

Re: Fantômas - Sovnd Specimens From the Mvsevm

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Soldið af villum í þessari grein… búið að leiðrétta Dillinger villuna en ég vil líka benda á að Buzz Osborne kom hvergi nálægt hljómsveitinni Mr. Bungle, aftur á móti voru Trevor Dunn og Mike Patton saman í þeirri sveit! Annað… lagið heitir ekki ‘Sound specimens from the museum’ heldur bara ‘Delirium cordia’… Á bakhlið umslagsins stendur reyndar ‘Surgical sound specimens from the museum of skin’ en það kemur titli lagsins ekkert við. Annars gott hjá þér að vekja athygli á þessari skífu!

Re: Megadeth - Rust in Peace

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mjög góð grein! ..Og platan frábær! Ég er samt ósammála einu: “…hvert einasta lag er betra en lagið á undan…” -Það toppar EKKERT Holy wars!!! ;) En í sambandi við Hangar 18, menn voru að tala um að þetta væru sömu nótur og í Call of Kthulu (sem er rétt)… en það er ekki eina dæmið… Mustaine átti eftir að nota þennan hljómagang nokkrum sinnum í viðbót… (posta því hvaða lög það eru þegar ég er búinn að rifja það upp) :)

Re: In Utero

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég veit ekki hvar þú heyrðir að Kurt hefði verið óánægður með sándið á In Utero, því ég hef séð nokkur viðtöl við hann þar sem hann talar um að þetta hafi verið nákvæmlega það sánd sem hann var að leita að…. aftur á móti var hann mjög ósáttur við sándið á Nevermind… Annars frábær plata (reyndar nýbúið að skrifa grein um hana). Þau lög sem mér finnst hafa elst best í þessi tíu ár sem ég hef hlustað á hana eru; Serve the servants (besti texti Kurts), Scentless Apprentice, Very ape, Milk it...

Re: Kurt Cobain ( verðið að lesa)

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
disneyfan… það þarf ekki annað en að lesa ævisögu Kurts til að sjá það að flest allt sem kemur fram á síðunni justiceforkurt.com er tómt bull! Svo voru nú flest rökin sem komu fram í Kurt & Courtney brotin niður einmitt í sömu mynd! Þetta er bara spurning um að horfa á málið frá fleiri en einu sjónarhorni… Courtney er tík en ekki morðingi! Annars má alveg opna málið fyrir mér… væri fínt að fá bara endanlega sönnun um sjálfsmorð og kæfa þessar heimskulegu samsæriskenningar!

Re: 5 bestu gítarleikarar, trommarar og söngvarar

í Gullöldin fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég er sammála… ég varð fyrir örlitlum vonbrigðum með fyrstu Tomahawk (enda kannski óraunhæfar kröfur þar í gangi) en Mit Gas er að mínu mati ein besta rokkplata síðasta árs. Ég hreinlega skil ekki af hverju ‘Rape this day’ var ekki hittari sumarsins! :/ En ég er búinn að vera að pæla í að skella bara einni feitri grein um Fantomas á huga og taka allar plöturnar fyrir…

Re: Megadeth - So far so good......So what?

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Sammála þessari gagnrýni… afleit plata! Opnunarlagið ‘Into the lungs of hell’ finnst mér bjartasta hlið plötunnar og svo byrjar ‘Mary Jane’ líka helvíti kúl en þróast svo út í leiðinda klisjur og klúðrast. Coverið er samt geðveikt (plötucoverið þeas, coverlagið er ömurlegt!) …þegar ég var púki hékk ég mikið útí plötubúð (ah, minningar!) og starði oft heillaður á þessa plötu. Ég var viss um að þetta væri besta og þyngsta plata allra tíma… sú var ekki raunin :/

Re: At the Gates

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ja hérna, ég á ekki orð! …mögnuð grein og gott band!

Re: Slipknot vanmetnir!

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Einmitt Heldriver… Death trommararnir eru bestir! Þú skilur ekki hugtakið ‘góður metal-trommari’ fyrr en þú hlustar á Death! :) En á Dave Lombardo ekki skilið að fá nafn sitt á þennan lista?

Re: Slipknot vanmetnir!

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
sorrí, en vikkia87 er nú soldið kvenlegt notendanafn :)

Re: 5 bestu gítarleikarar, trommarar og söngvarar

í Gullöldin fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Einmitt, ég er búinn að vera að lesa reviews um hana út um allt á netinu og hún fær oftast mjög góða dóma… en svo eru líka alltaf nokkrir “oj, þessi viðbjóður er ekki tónlist” dómar. :) En ef það er eitthvað að marka það sem ég hef lesið, þá lítur út fyrir að þetta sé eitt það alskrítnasta sem Patton hefur gert hingað til… ég get ekki beðið! :D btw… Fékk mér The Gift… snilld!!!

Re: 5 bestu gítarleikarar, trommarar og söngvarar

í Gullöldin fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Jæja guru, orðinn spenntur fyrir Delirium Cordia? …kemur til landsins á miðvikudaginn! :D

Re: Slipknot vanmetnir!

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
huhhumm… vikkia mín… Roger Waters er bassaleikari!

Re: Slipknot vanmetnir!

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það vantar nú öll rök í þessa grein þína en samt sem áður áttu rétt á þínum skoðunum. Persónulega finnst mér Slipknot ofdýrkuð hljómsveit en um leið líka of hötuð. Ég get alveg séð slatta af ljósum punktum hjá þessari sveit: nokkur góð lög (þó sérstaklega People=Shit), söngvarinn með góða og hráa rödd og öskrar af innlifun, frábær trommuleikari. Allt í allt mundi ég segja að Slipknot séu það lang besta sem Nu-Metal senan hefur fært okkur. Gítarleikarinn er góður en… samt… með 100 bestu í...

Re: 5 bestu gítarleikarar, trommarar og söngvarar

í Gullöldin fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ekkert endilega miðað við gullöldina: Uppáhalds gítarleikarar: Eddie Van Halen (Van Halen) Robert Fripp (King Crimson, Giles Giles & Fripp, David Bowie) David Gilmour (Pink Floyd) John Petrucci (Dream Theater) Slash (Guns n´ Roses) Uppáhalds trommuleikarar: Dave Lombardo (Slayer, Grip Inc., Fantomas, Testament) Neil Peart (Rush) Bill Bruford (Yes, King Crimson) Damon Che (Don Caballero) Matt Cameron (Soundgarden, Pearl Jam) Gene Hoglan (Death, Strapping Young Lad, Dark Angel) Uppáhalds...

Re: Saga Doom Metalsins

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Góð grein! Lost Paradise með Paradise Lost er imo besta doom plata sem ég hef heyrt!

Re: My Dying Bride - Turn Loose The Swans

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta er mjög góð grein hjá þér! Þó ég sé ekki mikill aðdáandi þessa forms gagnrýni, þ.e.a.s. fara yfir plötuna lag frá lagi (“fyrsta lag heitir þetta og er rosa gott, næsta lag heitir þetta og er miklu betra….”), þá hafði ég samt gaman af að lesa þessa rýni þína. Mér finnst líka alltaf gaman að sjá talað um stefnuna og áhrifavaldana, eins og þú gerir í inngangnum. Þú virðist vera að pæla í tónlist af alvöru svo ég vonast til að sjá fleiri greinar frá þér! Nú ætla ég að drífa mig yfir á...

Re: AAAA ÉG ER AÐ DEYJA!!!

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Placebo??? Búið að staðfesta það???

Re: hvaða tónlistarsetfnu eru þeir með

í Gullöldin fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það er engan veginn hægt að setja Bítlana í einhvern einn flokk, fer allt eftir því hvaða tímabil þú ert að hlusta á

Re: SVÍNASÚPA &%$&%$/$/

í Tilveran fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Já… ég er líka fúll! Mér finnst þetta frábærir þættir! Annars hefðu Norðurljós líka getað brugðist við kvörtunum með því að sýna þættina seinna á kvöldin. Í kvöld var þátturinn auglýstur kl. hálf tólf og hefði það bara verið nokkuð viðeigandi. Ég viðurkenni það að þetta er ekkert barnaefni en ég sé samt nákvæmlega ENGA ástæðu til að banna þættina út af nokkrum ljótum orðum (reyndar ansi ljótum! ..hehe) Ég trúi því ekki að fólk sé svona viðkvæmt… og ég er viss um að það verði enn meiri læti...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok