Saga Doom Metalsins Heilir.

Ég á alltaf í pínu erfiðleikum með að finna catchy setningu til að byrja greinar á, þannig að ég kem mér bara beint að efninu. Ég ætla í þetta sinn að fjalla um “Doom Metal”.

SKILGREINING DOOM METALS:
Doom metall er stefna sem er ólík öllum öðrum þungarokks stefnum á þann hátt að hún sækist meira í mjög hæga, þétta takta og og drungalega stemmingu, heldur en hraða, gítartækni og árasargirni, sem fylgir mörgum öðrum undirgeirum metalsins. Doom metall hefur þann sérstaka kost að geta höfðað til sem flestra, þar sem amatör rokkarar geta hlustað á hann og enn sofnað á næturna. Því Doom metallin er ekki það þungur með sínu hægu tilfiningaþrungnu takta og á sama tíma haldið í þá hörðustu metal aðdáendur með mörgum af sínum underground hljómsveitum.



PROLOGE:
Í Byrjun var ekkert.
Allt var svart og umlukið af Djassi, Bigbandtónlist og hreinskærum ömurleika (að undanteknum fáeinum útvöldum hljómsveitum) þangað til það gerðist að hljómsveit að nafni Black Sabbath gerðist svo djörf og gaf út sinn fyrsta disk (1970) sem varð svo grunnurinn af því sem í dag er talað um sem Doom metall.


SAGA DOOM METALSINS:
Eftir að hljómsveitir á borð við:

“Trouble” (Psalm9 – 1984……Einnig fyrsta “Whitemetal” hljómsveitin)
“Saint Vitus” (Saint Vitus - 1984)
“Pentagram” (Relentless - 1985) og
“Candlemass” (Epicus Doomicus Metallicus - 1986)

þjöppuðu jarðveginn fyrir hina himnesku Doom metal stefnu (1984 - 1986) fóru mörg bönd að villast inn á þann stíg með gylliboðs-hugmyndum um að þessi ákveðni stígur myndi leiða til framtíð þungarokksins…. Blessuð sé minning þeirra.

Nei kannski ekki alveg. Mörg af fylgisveitum “TSP&C” eru enn eitthvað á ráfi á þessum stíg í dag, í leit að framtíð metalsins. Eflaust margir sitja núna og hugsa: “Ok, einhver búin að neyta aðeins of margra jurta…” En svona það sem ég er að meina með þessu, er að Doom metal stefnan náði aldrei eins miklum vinsældum og spáð var fyrir af mörgum, þegar “TSP&C” komu fram á yfirborðið, þar sem margir héldu að þetta væri næsta þróunarskref þungarokksins sem mainstreamið myndi hægt og rólega beygja sig eftir… Sagan segir nú til um hvernig það tókst :S
Metallin hélt sínum hraða takti eins og ekkert hefði í skorist, sem endaði með að drekkja nokkrum af sínum hægfarari metal-félögum.

Nokkrum árum eftir að “TSP&C” kynntu stefnuna fyrir heiminum kom það sem ég kýs að kalla Gullöld Doomsins. Á því tímabili (gróflega 1990) komu margar af þeim eftirminnilegustu Doom metal sveitum sem hafa lifað af allar tískusveiflur og fetað sinn stíg í gegnum áranna raðir (þrátt fyrir að hafa tekið einhverja nýja undirgeira með sér svosem Doom/Death, Doom/prog eða Doom/Goth í gegnum áranna rás).
Þar má svo sem nefna:

Obsessed (Obsessed - 1990),
Paradice Lost (Lost Paradice - 1990),
Cathedral (Forest of Equilibrium – 1991),
Solitude Aeternus (Into the depths of sorrow - 1991),
My Dying Bride (As the Flower Withers - 1992),
Anathema (serenades - 1993),
Lake of Tears (Greater Art - 1994)
Og eflaust fleiri, man ekki í augnablikinu.


Topp 3 Doom metal plötur allra tíma að mínu mati eru:

1. Anathema – The Silent Enigma 1997
2. My Dying Bride – Turn Loose The Swans 1994
3. Candlemass – Epicus Doomicus Metallicus 1986

Mæli eindæmið með þessum diskum fyrir þá sem langar að kynna sér stefnuna og fyrir þá sem eru legnra komnir (þótt ég efi nú stórlega að þeir reyndari eigi nú ekki nokkur eintök af þessum meistaraverkum nú þegar)

Crestfallen