Ég veit að svona umræðuefni hafa komið upp svona 100 sinnum en þetta er bara svo gaman.

Gítarleikarar:

1. Jimmy Page(Led Zeppelin)
Besti maðurinn í bestu hljómsveit allra tíma! Hlustiði á How the west was won diskanna og þá skiljið hvað ég meina. Jimmy er einfaldlega besti gítarleikari allra tíma. Hann samdi flest lögin hjá Zeppelin er Plant sá um textanna. Ef ykkur langar að heyra hvað hann er góður hlustið á þessi lög: Stairway to heaven, Heartbreaker, Bron-Y-aur-stomp og fleiri.

2. Jimi Hendrix
Fíla hann ekki mjög mikið og hef aldrei fundist hann neitt spes fyrr en ég sá live video með honum á VH1 og tæknin sem þessi maður hefur er ótrúleg. Lög sem ég mæli með: American Women, Purple Haze, Hey Joe og Voodoo Child.

3.David Gilmour (Pink Floyd)
Örugglega einn besti sólógítaristi allra tíma. Var ekki viss hvort ég ætti að setja hann eða Hendrix í annað sæti. Hef eiginlega ekkert meira að segja um hann. Lög sem ég mæli með: COMFORTABLY NUMB en þar sýnir hann eitt flottasta sóló allra tíma, svo mæli ég líka með laginu Time sem er líka með flott sóló.

4.Brian May (Queen)
Held mjög mikið upp á hann og Queen, Brian er kannski ekki einn af þessum bestu en samt mjög skemmtilegur. Samdi slatta af lögum og bara fínn lagahöfundur. Verð líka að minnast á hárgreiðsluna hans sem er “kúl”. Lög sem ég mæli með: ’39, Bohemian Rhapsody, Brighton Rock og fleiri.

5. Eric Clapton
Hann byrjaði ferillinn sinn í Yarbirds en hætti þar árið 1965 og byrjaði síðan í Cream, en hætti þar haustið 1968 svo spilaði hann með John Lennon á Plastic Ono band og síðan hóf hann sinn glæsilega sólóferill. Clapton spilaði einu sinni með bítlunum í lagin While my guitar gently weeps, uppáhaldslagið mitt með Clapton er Tears in heaven. Lög sem ég mæli með: Tears in heaven, While my guitar gently weeps, Crossroads og Cocaine


Trommuleikarar

1. John Bohman(Led Zeppelin)
John Bohman eða Bonzo eins og hann var kallaður er besti trommuleikari sem hefur lifað á þessari jörðu. Varð kannski frægastur út af trommusólóinu í Moby Dick, Hann dó á sorglegan hátt 25.september 1980 í húsi Jimmy Page en hann drukknaði úr eigin ælu. Lög sem ég mæli með: Moby Dick og eiginlega öll lög Zeppelin.

2. Lars Ulrich(Metallica)
Hann er mjög “svalur” trommuleikari, veit ekki mjög mikið um hann eða Metallica, hef bara heyrt nokkur lög með Metallica sem öll eru þrælgóð en ég man bara ekki hvað þau heita, þannig að ég get ekki nefnt nein lög með honum.

3.Ringo Starr(The Beatles)
Frekar vanmetinn trommuleikari að mínu mati, hann er ekki eins góður og John Bohman en hann er samt góður en ekki ömurlegur eins og sumir segja. Hann hefur sungið nokkuð lög eins og Octopuss Garden og With a little help from my friends Ég set hann í þriðja sæti af því að bítlarnir eru ein uppáhalds hljómsveitin mín og að ég þekki ekki það marga trommuleikara. Lög sem ég mæli með: Tomorrow Never Knows ,Strawberry fields forever, Octopuss Garden og With a little help from my friends.

4. Trommuleikarinn í Rolling Stones(Rolling Stones)
Þessi trommuleikari sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir er helvíti góður. Lög sem ég mæli með: Honky tonky women, Jumping Jack flash, Sympthay for the devil, og fleiri.

5.Paul McCarteny(The Beatles)
Paul McCarteny gat spilað á allt, trommur, gítar, bassa og píanó en gat það náttla ekki. Paul er tæknilega betri trommari en Ringo. Setti hann líka hérna bara til þess að hafa einhvern í fimmta sæti. Lög sem ég mæli með:Back in the U.S.S.R, Dear Prudence og Wild Honey Pie.

Söngvarar:

1.Freddie Mercury(Queen)
Ég efast um að margir séu ósammála mér enda er gaurinn með fallegstu rödd sem hægt er að hugsa sér. Hann dó úr alnæmi árið 1991 minnir mig. Lög sem ég mæli með: Bohemian Rhapsody, Killer Queen, I want it all, Somebody to love, Crazy little thing called love, It’s a hard life, Save Me og fleiri

2.Robert Plant(Led Zeppelin)
Þessi maður er snillingur. Hann samdi og söng mörg lög með einni af bestu hljómsveit allra tíma. Led Zeppelin eru bara hljómsveit með snillingum í. Lög sem ég mæli með: Stairway to heaven, Babe i’m gonna leave you, When the leeve breaks, Black dog, Immigrant song og Dazed and Confused.

3.Axl Rose(Guns N roses)
Ekki hægt að segja að hann sé með fallega rödd eins og Freddie Mercury en hann er samt með ótrúlega hrjúfa og flotta rödd. Heyrið bara öskrin í byrjun á laginu Welcome to the jungle. lög sem ég mæli með: Welcome to the jungle, Sweet child o’mine, Knocking on heavens door, Paradise City, November rain.

4.Paul McCartney(The Beatles)
Úff, nenni eiginlega ekki að skrifa meira. Paul McCartney er með flotta og fallega rödd sem allir hafa gaman af. Lög sem ég mæli með: Let it Be, Michelle, Blackbird, Ob-la-di-ob-la-da og mörg fleiri.

5. Jim Morrison(The Doors)
Kannski ekki mjög góður söngvari en smellpassar inn í tónlistina sem hann var að syngja. Lög sem ég mæli með: Light my fire, Whisky bar, The end, Break on trough, Riders of the storm.
Ég er æðsti Blautmaður, æðri en þú og þú ert bara blautblaðra skammastu þín.