Megadeth - Rust in Peace Jæja,

Árið 1990 var greinilega gott ár hjá Mustaine. Hann gerði sér lítið fyrir og varð edrú og rétti úr sínu lífi, fékk til sín alvöru gítarleikara og trommara sem seldi víst sál sína á krossgötum.
Marty Friedman sem var í gítarhetju bandinu Cacophny ásamt ofurgítarhetjunni Jason Becker (sem greindist svo með ALS lömunarsjúkdóm aka Lou Gehrig's sjúkdómur) þar sem þeir sýndu ótrúlega symphóníska getar takta, og er það greinilegt að Mustaine hefur ákveðið að þetta væri málið.
Nick Menza hafði nú unnið með einhverjum gaurum en engum það merkilegum að ég nenni að fara telja það upp….sennilega bera einhverjir sérvitringar sem myndi þekkja þau nöfn.

Track Listi:

1. Holy Wars…The Punishment Due (Mustaine) - 6:36
2. Hangar 18 (Mustaine) - 5:14
3. Take No Prisoners (Mustaine) - 3:28
4. Five Magics (Mustaine) - 5:42
5. Poison Was the Cure (Mustaine) - 2:58
6. Lucretia (Ellefson/Mustaine) - 3:58
7. Tornado of Souls (Ellefson/Mustaine) - 5:22
8. Dawn Patrol (Ellefson/Mustaine) - 1:50
9. Rust in Peace…Polaris (Mustaine) - 5:36

Hvað er hægt að segja um þessi lög eiginlega? Hvert einasta lag er epískt stórverk og hvert einasta lag er betra en lagið á undan…. u figure out the outcome.
Ég gæti eytt löngum tíma í að reyna að útskýra hvað það er við þessa plötu sem heillar mann svona, td væri hægt að nefna ótrúlegann gítarleik þeirra tveggja, sem er svo meiriháttar geggjaður að venjulegir pjakkar sem eru að læra á gítar leggja bara einu sinni í að reyna að pikka það upp, sleppa því svo og halda áfram að spila “Enter Sandman”. Sólóleikur Friedman er svo gersamlega gallalaus, með sína snyrtilegu harmonics og arpegíur sem fá klassíska tónlistarsnillinga til að missa kjálkann í gólfið, þó svo að sóló tækni Mustaine sé langt frá því eins góð þá er rythmatæknin hans með eindæmum hvað varðar hraða og flókna lagasmíð sem endar ekki sem súpa eða drulla eins og hjá mörgum (nefni engin nöfn en nu metall kemur sterkt í hugann).
Auðvitað er söngurinn alltaf jafn kjánalegur en algerlega fyrirgefanlegur þar sem textarnir eru meiriháttar og tónlistin rosaleg.
Trommuleikur Menza er síðan á svo þvílíku heimsmeistaraplani að orð fá því bara ekki lýst, mig langar helst að skrifa bara *dúmmdúmm*bammbamm*crasscrass*dúmmdúmm* því ég hreinlega get ekki lýst þessu nógu vel í orðum. Að heyra hvernig maðurinn dansar á settinu og samfelldan hljóm í Hi-Hat´inum þar sem heyrist hvergi dauður punktur er algerlega óviðjafnanleg upplifun að heyra.
Ellefson stendur sig sem fyrr með algeru prýði, “Dawn Patrol” kemur þar efst í huga þar sem það er svona Drum´n Bass lag (bassi og trommur, ekki danstónlist).

Credit Listi:

Marty Friedman - Guitar
Mike Clink - Producer, Engineer
David Ellefson - Guitar (Bass), Vocals (bckgr)
Nick Menza - Drums, Vocals (bckgr)
Dave Mustaine - Guitar, Vocals, Producer
Micajah Ryan - Engineer


Eins og fyrr segir, allir standa sig gersamlega með prýði og lagasmíðar gersamlega til fyrirmyndar.

Þessi plata er by far eitt mesta epíska stórverk í Metal sögunni og er hún alger skyldueign á hvert það heimili sem gefur sig út fyrir að vera metalheimili.

Ég gef henni *****af*****

Stórkostleg upplifun að hlusta á
(og myndböndin ennþá skemtilegri)
ibbets úber alles!!!